Svarthol í göngustígakerfi borgarinnar

/ apríl 6, 2009

Göngustígakerfi höfuðborgarsvæðisins er ein best heppnaða framkvæmd undanfarinna ára. Einn er þó staður í göngustígakerfinu sem kallaður er „Svartholið“. Það er þar sem verið er að byggja tónlistarhúsið. Við verðum mikið varir við umferð fólks út á bryggjuna, umferð fólks sem vonaði að það kæmist framhjá framkvæmdasvæðinu. En, nei!

Hægt er að komast út á Ingólfsgarð þar sem við erum en ekki lengra. Það sama er að segja hinum megin að hægt er að komast að gæsluskúr landhelgisgæslunnar. Framhjá vinnusvæðinu er hins vegar engin leið önnur en að fara langan krók og tvisvar sinnum yfir hina stórhættulegu Sæbraut.
Útivistarunnendur, gönguhrólfar, hjólafólk og fjölskyldur með barnavagna hafa bent á þessa stórhættulegu staðreynd.

Hér á myndinni má sjá, merkt með rauðu, þann stutta spöl þar sem þarf að hleypa fólki framhjá.

Sennilega hafa verktakar TRH ekki viljað hleypa fólki inn á vinnusvæðið. Við vitum þó að þeir settu stálþilið 10m utar en þeim var heimilt það ætti því að vera nóg pláss. Einnig hlýtur að vera öruggara að skella upp girðingu og leyfa fólki að labba þarna framhjá heldur en að láta það fara þá stórhættulegu leið sem fara þarf sæbrautarmegin við framkvæmdavæðið.

(myndin er fengin af www.portusgroup.is)

Share this Post