Sverar tíðir
Það getur verið erfitt að hemja belginn í miklum vindi. Eftir að hann réttir sig við er ótrúlegt hvað báturinn, J22, siglir á varla nokkrum seglum, með belgin í sjónum og mann hangandi utan á síðunni. Þarna mun vindur hafa verið í yfir 25 hnútum með allt að 38 hnúta hviðum.