Það er engin leið að hætta …

/ september 20, 2011

 
Það er engin leið að hætta að sigla svona. Þessi þriðjudagskvöld eru engu lík. Akrafjall og Skarðsheiðin og allt fjólublátt og hafið, það sagði ókei.
Jæja já, 6 bátar tóku þátt í dýrðlegri þriðjudagskeppni í fallegu veðri. Áhöfnin á Díu landaði sigri. Día er víst komin á sölu, verðið hefur rokið upp eftir sigra sumarsins. „Nýliðinn“ Sæstjarnan sýndi gamla takta og hirti annað sæti.
Á meðan veður leyfir og skútur eru á floti munu þriðjudagskeppnirnar halda áfram. Sjáumst næsta þriðjudag!
Í „nánar“ má sjá ljósmyndir og úrslit.
 
 
Svarti gullvagninn hans Magga Waage. Fyllan takk.
 
 
Einfaldleikinn var í hávegum hafður undir dyggri keppnisstjórn áhafnarinnar á Ásdísi.  
 
 
 
 
 
Hei, hver er að þvælast fyrir stóru bátunum? Er það ekki hún Día? 
 
 
 
Björn nokkur Jörundur sigldi nýklipptur og strokinn. Heyrst hefur að hann leiki sjóræningja á einhverjum fjölum um þessar mundir. Þarf hann nokkuð að leika það? 
 
 
 
Hvað er hægt að segja um Ögrun? Þeim tekst alltaf að ná, eða lenda í 4. sæti. Það er jafn öruggt og að sólin komi upp á morgun. 
 
 
 
Þetta er víst Skuggahverfið! Þetta „City-scape“ minnir meira á Vesturbakkann en Vegas.
 
 
 
 
Einbeitingin skín úr andlitinu á þessum … hann hefur ekki augun af kellingunum (tellteilunum).
 
 
… á meðan mátar þessi svona drelli fína áru. 
 
 
 
 
 
 
 
Aquarius og Ögrun skiptust oft á að leiða flotann. 
 
 
Axel þakkar almættinu fyrir hverja stund á sjó. 
 
 
 
Share this Post