Það stendur mikið til hjá Þyt

/ maí 17, 2008

Fréttaritari átti viðtal við nokkra siglingakappa í Hafnarfirðinum, meðal annars formanninn. Frá því má meðal annars segja að hálfnað er að bjóða öllum ellefu ára krökkum út að sigla. Þessi aðferð hefur reynst feykna vel til að kynna íþróttina og klúbbinn. Þar næstu helgi eða á sjómannadaginn verður mikið húllumhæ í Hafnarfirði þar sem einnig verður haldið upp á stórafmæli bæjarins. Af því tilefni verður meðal annars mikil og stór siglingakeppni þar sem búist er við þúsundum áhorfenda og á að lýsa keppninni beint. Heyrst hefur að Jónsi úr hljómsveitinni Í svörtum fötum verði kynnir. Óhætt er að hvetja alla sem vettlingi geta valdið og í skaut haldið að skella sér í siglingakeppni í Hafnarfirði.

Share this Post