NOR – Þjóðhátíðarmót 17. júní 2015

/ júní 15, 2015

17.júní
Að venju heldur Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey þjóðhátíðarmót. Keppt verður í tveimur flokkum kjölbáta, IRC og svo Opinn flokkur samkvæmt NHC forgjöf. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum flokk fyrir sig. Eins og áður verður veglegt happdrætti sem allir keppendur geta tekið þátt í og verður dreginn út veglegur Silva-vindmælir.

TILKYNNING UM KEPPNI OG SKRÁNING
1. Reglur
Keppt verður samkvæmt:
a) Kappsiglingareglum ISAF 2013 til 2017
b) Kappsiglingafyrirmælum SÍL
c) Kappsiglingafyrirmælum mótsins.

2. Auglýsingar
Eftirfarandi takmarkanir eru á auglýsingum keppenda:
Bátar gætu þurft að sýna auglýsingar sem skipuleggjendur velja og láta í té.

3. Þátttökuréttur
Mótið er opið öllum kjölbátum og rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.

4. Flokkun
Keppt er flokki með gilt IRC forgjafarskírteini í flokkum 0 – 4 samkvæmt ISAF og dagbátum.
Einnig er keppt í Opnum flokki kjölbáta, en í þeim flokki er stuðst við  félagsforgjöf Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar.

5. Þátttökugjald
Ekkert þátttökugjald.

6. Tímaáætlun
Skráningar skulu berast til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 16. júní á með athugasemdum við viðkomandi frétt hér að neðan. Taka þarf fram nafn báts, nafn skipstjóra, fjölda áhafnarmeðlima, seglanúmer, forgjöf, flokkur og félag sem keppt er fyrir. Við skráningu í Opinn flokk þarf ekki að taka fram forgjöf.
Miðvikudagur 17. júní
Skipstjórafundur kl 12:30 (afhending gagna)
Viðvörunarmerki 13:25
Start er kl 13:30
Verðlaunaafhending kl 16:00

7. Mælingar
Keppt verður samkvæmt IRC forgjöf og skal framvísa gildu mælibréfi.
Keppt er samkvæmt NHC-forgjöf eins og hún reiknast eftir síðustu þriðjudagskeppni (10. júní 2015).
Hugsanlega verður framkvæmd mæling á seglum og bátum og mun hún þá fara fram allt að þeim tíma sem skipstjórafundur er haldin.

8. Siglingafyrirmæli
Kappsiglingafyrirmæli verða afhent fyrir skipstjórafund þann 17. júní.

9. Keppnissvæði
Keppt verður á sundunum við Reykjavík. Keppnisbraut verður kynnt á skipstjórnarfundi. Sigld verður ein umferð.
Keppnisstjórn getur stytt braut meðan á keppni stendur. Tilkynning um slíkt fer fram í VHF-talstöð á rás 6. Keppnir vera ekki ræstar ef vindur er undir 4 hnútum að meðaltali á keppnissvæði samkvæmt mælingum keppnisstjórnar.
Keppni verðu ekki ræst ef vindur fer yfir 12,9 m/s að meðaltali á keppnisvæði samkvæmt mælingum keppnisstjórnar.
Keppnisstjórn áskilur sér réttindi til að lækka þetta mark ef hitastig fer undir 10°C og eða ef öldur eru háar að mati keppnisstjóra.
Keppni verður ekki ræst ef skyggni kemur í veg fyrir að keppnisstjórn geti haft yfirsýn yfir keppnissvæðið.

10. Refsingar
10.1 Regla 44.3, Hlutfallsleg skerðing, gildir. Refsingin skal vera 1. sæti.
10.2 Fyrir alla flokka er reglu 44.1 breytt þannig að í stað tveggja hringa refsingu kemur eins hrings refsing
10.3 Ákvarðanir kærunefndar eru endanlegar, eins og kveðið er á um í reglu 70.5.

11. Stigakerfi
Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða-kappsiglingareglunum.

12. Samskipti
Bátar skulu ekki hafa samskipti með talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum. Þessi takmörkun gildir einnig um farsíma. Keppnisstjórn notar rás 6 til samskipta.

13. Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki.

14. Ábyrgð
Keppendur sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, Ákvörðun um að keppa. Skipuleggjendur firra sig allri ábyrgð vegna skemmda eða líkamstjóns eða dauðsfalla í tengslum við eða fyrir eða eftir keppni eða á meðan keppni stendur.

15. Tryggingar
Hver bátur skal vera tryggður með gildri ábyrgðartryggingu sem nær til þess tjóns sem orðið getur.

 

16. Veitingar
Eftir verðlaunaafhendingu verður boðið upp á vöfflur og kaffi í félagsheimili Brokeyjar.

17. Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar veitir keppnisstjóri Sigurður Jónsson með tölvupósti á sigurdur.jonsson@gmail.com

Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey
Ingólfsgarði, 101 Reykjavík
Sími: 895 1551

 

Hér má sjá myndir og úrslit 2014

Share this Post