Þriðjudagar eru skútudagar

/ apríl 15, 2007

{mosimage}Nú í vikunni stendur til að teikna upp slatta af brautum til að velja úr á þriðjudögum. Allar tillögur að brautum væru…

vel þegnar.
Einnig allar hugmyndir sem menn hafa varðandi keppnishaldið í sumar. Til dæmis verða sett tímamörk á keppnirnar.
Líklegasta hugmyndin er: Start í hægasta flokki kl. 18:30 síðan verða seinni flokkar einn eða tveir í viðbót ákveðnir í samræmi við forgöf, miðað við að keppni taki almennt um tvo tíma.

Fyrsti bátur skal vera kominn í mark kl. 21:00, annars er keppi sjálfkrafa aflýst.
Síðasti bátur skal vera kominn í mark kl. 22:30, annars er hann sjálfkrafa úr leik.
Hver bátur skal vera kominn í mark einni og hálfri klukkustund á eftir fyrsta bát, annars er hann úr leik.

Einnig verður væntanlega tekið fyrir nýtt kerfi í afgreiðslu á formlegum kvörtunum (kærum): Einn stjórnandi er valinn úr salnum. Hvor aðili fær tækifæri til að útskýra sína hlið málsins. Niðurstaða er fengin á staðnum með handauppréttingu keppenda á öðrum bátum. Eingöngu keppendur og skráðir félagsmenn meiga rétta upp hönd. Sá sem tapar kæru borgar einn umgang á hina áhöfnina á bar félagsins.
Hægt er að áfría úrskurði viku síðar. Skal sá er áfríar tilkynna mótaðilanum það strax. Áfríun fríar þann sem tapar kærunni þó ekki umgangnum. Komi sama niðurstaða úr áfríun borgar sá er tapar einn umgang enn á hina áhöfnina á bar félagsins. Snúist niðurstaða við greiðir hin áhöfnin. Niðurstaða áfríunar er endanleg enda er gert ráð fyrir að málsaðilar hafi notað vikuna til að undirbúa mál sitt vel.

Nú er rétti tíminn til að segja hvað þér finnst.

Þú þarft að skrá þig inn hér vinstramegin. Notandanafnið er: gestur Lykilorðið er: siglandi

Share this Post