Þriðjudagskeppni 3. júní

/ júní 3, 2008

Það blés nú ekki byrlega við upphaf keppninnar. Þó þóttust menn eiga von á vindi og teiknuðu braut skv. því. Að sjálfsögðu kom vindur, en úr hinni áttinni, þetta var norð-austasta suð-vestanátt sem menn hafa orðið vitni að. Vindur átti líka eftir að snúast mikið, aukast og minnka, alveg þangað til allir voru komnir í mark, þá fór loksins að blása… og rigna. Á sama leggnum sigldu sumir á belg, síðan bakborðsbeiting með stefnu á bauju og allt í einu stjórnborðsbeiting með stefnu á sömu bauju. Þá skipti máli að áhöfnin væri fljót að átta sig á breyttum aðstæðum og haga seglum eftir nýjum vindi.

Léttadrengurinn Baldvin sat á stýrinu á Ögrun í þetta skiptið.
En þetta var skemmtileg braut sem Aquariusar teiknuðu og kunnum við þeim okkar bestu þakkir. Reyndar fær keppnisstjórn aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum fyrir örbylgjuhitaðar pylsur. Þrjár stjörnur fást fyrir grillaðar pylsur.
Úrslit… „read more“


Bátur Sigldur Forgjöf Leiðréttur Röð
Dögun 1:12:25 0.840 1:00:50 1
Lilja 1:07:52 0.986 1:06:55 2
Ögrun 1:06:27 1.009 1:07:03 3
Aría 1:06:19 1.020 1:07:39 4
X-B 1:05:21 1.055 1:08:57 5
Share this Post