Þriðjudagskeppni 8. júlí 2008

/ júlí 8, 2008

{mosimage}Það er nú ekki hægt að biðja um betra veður til að sigla, glampandi sól, hlýtt og sæmilegur vindur. Áhafnir voru venju fremur léttklæddar og víða sást í bert hold. Þetta var frábær sigling um Sundin. Að lokinni keppni var að sjálfsögðu boðið uppá pylsur af grillinu góða.
Um keppnisstjórn að þessu sinni sá áhöfnin á Dís. Hún lagði braut með möguleika á styttingu sem ekki þurfti að nýta. Við þökkum þeim kærlega fyrir.
Úrslit hér fyrir neðan.

Bátur Sigldur Forgjöf Leiðréttur Röð
XB 1:44:40 1.055 1:50:25 1
Aría 1:48:47 1.020 1:50:58 2
Dögun 2:12:36 0.840 1:51:23 3
Lilja 1:58:49 0.986 1:57:09 4
Ögrun 1:56:18 1.009 1:57:21 5
Share this Post