Þriðjudagurinn þriðji

/ maí 28, 2014

Það voru engin hraðamet sett þennan þriðjudaginn. Þrátt fyrir mjög léttan vind var engin ástæða til annars en að hamast í startinu. Við rásmerki var Dögun hvort tveggja, komin yfir startlínu og búin að snerta startbauju svo það var ekki um annað að ræða en að snúa við og ræsa að nýju, enda halda þessir öðlingar merkjum siglinga hátt á lofti – að siglingar eru heiðursmannaíþrótt.

Brautin var Brokey–Sólfar–Skarfasker–Engeyjarrif–Brokey x2. Annar leggurinn, Sólfar–Skarfasker hófst sem belgleggur en endaði sem beitileggur, sem segir sitt. Enda fór það svo að aðeins var sigldur einn hringur.
Brokeyjarforgjöfin er í fullu gildi. Forgjafir báta breytast samkvæmt árangri og þannig mun hópurinn þéttast eftir því sem á líður. Því er til mikils að vinna með því að taka sem oftast þátt í þriðjudagskeppnunum.

 

esja2

Share this Post