Til hamingju Úlfur og íslenskt siglingafólk

/ nóvember 9, 2011

Ársráðstefna Alþjóðasiglingasambandsins, ISAF, stendur nú yfir í Púertó Ríkó. Í upphafi málþings Alþjóðasiglingasambandsins þann 6. nóvember síðastliðinn sem bar yfirskriftina „First steps to new beginnings“ veitti forseti sambandsins, Göran Petersson, Úlfi Hróbjartssyni verðlaun forseta ISAF fyrir störf í þágu siglingaíþróttarinnar á Íslandi.

Þetta er mikill heiður og ástæða til að óska bæði Úlfi og íslensku siglingafólki til hamingju með þessa viðurkenningu.

Hérna má sjá viðtal við Úlf á ISAF TV.

Share this Post