TILKYNNING UM ÁRAMÓT

/ desember 29, 2008

Brokey ætlar að halda siglingakeppni miðvikudaginn 31. Desember.
Það er hittingur, skipsstjórafundur kl. 12:00 og keppt eins fljótt og hægt er upp úr því.

Öllum er heimil þáttaka, keppt verður í Topper Topaz flokki og opnum flokki ef næg þátttaka næst.
Spáð er suðvestan golu og hita yfir frostmarki, þannig að bönd og svoleiðis frjósa ekki.

Ætlunin er að setja út alvöru keppnisbraut.
Einnig gæti þetta orðið tvíliðakeppni án þess að nota reglurnar of mikið

Gert er ráð fyrir að aðallega sé verið að koma saman okkur skútusiglurum til ánægju.

Þeir sem ætla að panta sér bát hjá félaginu verða að skrá sig hér fyrir neðan í „Write comment“. Þeir sem koma með sinn eigin bát greiða þúsundkall í keppnisgjald. Brokeyingar sem eru búnir að borga félagsgjaldið sitt borga líka þúsundkall. Þeir sem fá lánaðan bát hjá Brokey borga tvöþúsundkall.
Við þurfum jú að eiga fyrir bensíni og verðlaunum og sliti á bátum og búnaði.

Aukastig verða veitt fyrir að sigla niður sjósundmenn. 1 stig fyrir almennan borgara. 2 stig fyrir þekktar persónur og 3 stig fyrir þingmenn. Nei, djók.

Keppnisstjóri verður Baldvin Björgvinsson, hann veitir nánari upplýsingar í síma 8973227.

Share this Post