Þýður þriðjudagur

/ júní 27, 2012

Fjöldi segla skreytti Sundin í einmunablíðu, stöðugum og hlýjum vindi þennan þriðjudag. Áhöfnin á Aquarius lagði fyrir tvær keppnir, þríhyrning-pulsu-þríhyrning. Stuttir leggir, stutt startlína og allir í kös. Það var stórfengleg sjón við Sólfarið enda dreif að fólk, sannkölluð sýningakeppni. Átta áhafnir öttu kappi og þar af einn nýliði, 26 feta Marieholm sem er um það bil að fá nafnið Sigríður Klara III (áður Helsingfors). Því miður fannst engin forgjöf fyrir hana, hvorki IRC né nokkuð það sem gæti legið til grundvallar Brokeyjarforgjöf. Keppnisstjórar ætla að kafa dýpra og finna Sigríði Klöru III góða og sanngjarna forgjöf.

Engar myndir bárust en úrslitin má lesa hér fyrir neðan.

 

 

 

 … og

 

 

hér neðar …

 

 

 er útreikningur …

 

 

skvæmt …

 

 

IRC …

 

 

forgjöf …

 

 

 

 

 

 

Share this Post