Þjóðhátíðarkeppni 17. júní
Þjóðhátíðarkeppni
Þriðjudaginn 17. júní 2008
Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey
Mótið er EKKI hluti af Íslandsbikar 2008
Mótið er hluti mótaraðar þriðjudagskeppna 2008
Áætlað er að starta kl 15:00 síðdegis.
Sjá hér fyrir neðan.
1 REGLUR
1.1 Í mótinu gilda Kappsiglingareglur ISAF The Racing Rules of Sailing.
1.2 Í mótinu gilda einnig Kappsiglingafyrirmæli Siglingasambands Íslands.
1.3 Einnig gilda reglur ÍSÍ, reglur um búnað, lyf og reglur IRC.
1.4 Kappsiglingareglum getur verið breytt í kappsiglingafyrirmælum mótsins. Þær breytingar eru tilteknar í kappsiglingafyrirmælum.
1.5 Ef íslenskar og enskar reglur stangast á þá glidir enska útgáfan.
2 AUGLÝSINGAR
Auglýsingar eru leyfðar samkvæmt flokki C.
3 ÞÁTTTÖKURÉTTUR
3.1 Keppnin er opin öllum kjölbátum sem hafa gilda IRC forgjöf.
3.2 Bátar sem rétt hafa til þátttöku tilkynni þátttöku sína á heimasíðu félagsins hér fyrir neðan „Write Comment“, fyrir kl. 17:00 þann 16 maí 2008. Afriti forgjafarskírteins skal skilað, ásamt fullum áhafnarlista, hálftíma fyrir skipsstjórafund hið síðasta.
3.3 Tekið verður við of seinum skráningum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: Greiddar 2.500kr. fyrir bátinn,auk 500kr. fyrir hvern einstkakling í áhöfn, til keppnisstjóra, skráningarblaði skilað fullútfylltu og IRC skírteini afhent.
4 GJÖLD
4.1 Keppnisgjald er 1000kr. á bát að viðbættum 500kr á hvern einstakling í áhöfn. Skipsstjóri skili allri upphæðinni í einu, í seðlum, með skráningu.
5 DAGSKRÁ
5.1 Skráning fer fram á vefsíðu Brokeyjar til og með 16 júní 2008 kl. 17:00.
5.2 Mælingar og skoðanir, ef þær eru gerðar, fara fram kvöldið fyrir keppni, kl 18:00 til 21:00.
5.3 Áætluð tímasetning á fyrsta viðvörunarmerki, fyrsta starthóps er kl. 14:55.
6 MÆLINGAR
Sérhver bátur skal geta framvísað fullgildu IRC mæli og forgjafarbréfi. Búast má við að upplýsingar í forgjafar skírteini séu sannreyndar að hluta til eða öllu leiti.
7 KAPPSIGLINGAFYRIRMÆLI
Kappsiglingafyrirmælin verða afhent á skipsstjórafundi kl. 9:00 þann 17 júní í félagsaðstöðu Brokeyjar. Þau verða einnig birt hér á þessari síðu.
8 BRAUTIN
Sigld verður braut um sundin, sem útskýrð verður nánar á skipsstjórafundi.
9 STIGAGJÖF
9.1 Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóða – kappsiglingareglunum.
10 HAFNARAÐSTAÐA
Keppendur skulu leggja að bryggju Brokeyjar fyrir og eftir keppni.
11 FJARSKIPTI
Bátur skal ekki eiga talstöðvarsamskipti meðan keppni fer fram, né heldur taka á móti talstöðvarsamskiptum sem ekki eru aðgengileg öllum bátum. Þetta á líka við um farsíma.
12 VERÐLAUN
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin.
Verðlaunaafhending fer fram í félagsaðstöðu Brokeyjar, strax að lokinni keppni.
13 ÁBYRGÐ
Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.
14 TRYGGINGAR
Hver þátttakandi skal hafa ábyrgðartryggingu gegn þriðja aðila sem nær til þess tjóns sem gæti orðið.
15 FREKARI UPPLÝSINGAR
Frekari upplýsingar gefur keppnisstjórn, Baldvin í síma 897-3227.