Þjóðhátíðarmótð – fleiri myndir

/ júní 18, 2010

 


Það skal tekið fram að þessar myndir eru ekki teknar með aðdráttarlinsu, það var svona stutt á milli báta, mjög stutt.

Við eina baujuna kom Ísmolinn á stjórnborða „on a collision course“ á Dís og Dögun á bakborða, Dögun hlémegin við Dís. Molarnir öskruðu og Dís og Dögun ventu eins og reglur gera ráð fyrir. Það var ekki laust við að áhöfnin á Dögun frysi eitt augnablik þegar horft var uppundir snjáð stefnið á Dís, markerað eftir árekstra svo greina mátti útlínur gamalla skúta í gelkótinu. Eins og gefur að skilja náði opinmynnt áhöfn Dögunar ekki myndum frá þessu sjónarhorni en hefur nú séð eina af ógnum hafsins og myndin birtist henni ljóslifandi í svefni sem vöku.

 

 

 

 

Share this Post