Þjóðhátíðarmótið – myndir og úrslit

/ júní 17, 2012

Frábær dagur á sjó. Sól og hlý suðaustanátt, af landi, milli húsa, sem þýðir kvikulan vind, 6-9 m/s. Jón Pétur keppnisstjóri lagði brautina Brokey-Sólfar-Pálsflaga-Sólfar-Pálsflaga-Engeyjarrif-Sólfar-Brokey. Margir hliðarvindsleggir og endalausar seglastillingar. Fimm bátar tóku þátt, Icepick hættu við á síðustu stundu. Lilja stóð sig feiknavel og hékk lengi í Xenu. Oft er fjölmennt á Xenu en ætli Sigurvon hafi ekki átt metið núna með 9 áhafnarmeðlimi, suma stærri en aðra.

Eva Einarsdóttir formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur afhenti að vanda verðlaunin. Vífill á Xenu hreppti happdrættisvinninginn, forláta björgunarvesti frá G&G. Jón Pétur keppnisstjóri fékk ósökkvandi sólgleraugu í þakklætisskyni. Auk þess eiga Ásta í Þyt og Kristján formaður þakkir skyldar fyrir vöfflubaksturinn.

 

Farið yfir keppnisbrautina. 

Þriðja sætið hin fjölmenna áhöfn Sigurvonar. 

Lilja í öðru sæti. 

 Og Dögun í fyrsta sæti.

 

Share this Post