Þriðjudagskeppni 11. ágúst 2009 – úrslit

/ ágúst 11, 2009

Enn einn frábæri þriðjudagurinn. Ögrun bauð uppá stutta braut með styttingu af ótta við að vind lægði. En vindur hélst stöðugur alla keppnina. Startað var á ríddsi og mikið kraðak í startinu, svo mikið að tveir bátar þjófstörtuðu, Xena og Aría. Xena snéri við og startaði uppá nýtt en Aríar þóttust hafa átt fullkomið start og sigldu sína leið. Kraðakið var svo þétt að keppnisstjórn greindi ekki báta í sundur.

 Lensið frá Engeyjarrifi að Hjallaskeri var frábær leggur, bátur við bát og allir á belg. Menn börðust grimmt fyrir sinni stöðu og um vindinn, lúffandi keppinautana villt og galið.

Myndin af startinu hérna fyrir ofan tók Kristján við flautið. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu.


Stutt og snörp keppni og umfram allt skemmtileg … eins og alltaf. 

 
 Bátur   Sigldur      Forgjöf      Leiðréttur    Sæti 
 Dögun  1:04:02  0,840  0:53:47  1
 Lilja  0:56:25  0,982  0:55:24  2
 Aquarius   0:55:59  0,998  0:55:52  3
 Xena  0:53:17  1,053  0:56:06  4
 Sigurvon     1:02:40  0,950  0:59:32  5
 Dís  1:01:12  1,019  1:02:22  6
 Ásdís  1:16:28  0,840  1:04:14  7
 Aría  0:56:22  1,018  0:57:23  DSQ

Hér er svo flott mynd af Hafsteini með lúðurinn. Hún er að vísu frá því í fyrra en okkur fannst hún eiga heima hér:

 

 

Share this Post