Þriðjudagskeppni 21. júlí 2009 – úrslit

/ júlí 21, 2009

Það var frábært siglingaveður, hlýr frískur vindur og sléttur sjór. Hvað er hægt að hafa það betra … eða það héldu áhafnirnar sem skunduðu niður á bryggju þennan þriðjudag …

 
Áhöfnin á Dögun bauð nebbla uppá flóknustu braut sem sigld hefur verið á Íslandi, engin spurning. Keppendur voru látnir bródera Kanadíska fánann á Sundin í tilefni af þjóðhátíðardegi Kanada. Keppnisstjórn hafði vissan ótta um að einhverjir sigldu ranga braut. Sá ótti var ástæðulaus, áhafnirnar sýndu að þeim er treystandi fyrir enn flóknari brautum … og þeim þótti þetta meira að segja skemmtilegt, 3-4 belgleggir og þrisvar sinnum siglt framhjá Sólfarinu.
Áhöfnin á Xenu ætlar að láta keppendur sauma þjóðfána Kiribati næsta þriðjudag … fyrir þá sem vilja að læra heima.
 
 Bátur   Sigldur    Forgjöf    Leiðréttur   Sæti 
 Xena  1:04:10  1.053  1:07:34  1
 Sigurborg    1:11:40  0.950  1:08:05  2
 Lilja  1:10:08  0.982  1:08:52  3
 Aquarius  1:14:02  0.998  1:13:53  4
 Ögrun  1:13:55  1.008  1:14:30  5
 
Share this Post