Þriðjudagur 12. ágúst – úrslit

/ ágúst 12, 2008

Sem fyrr lék veðrið við keppendur þennan þriðjudag. Þægileg norðvestan gola, sól og sléttur sjór. Það gerist ekki ljúfara.
Áhöfnin á Dögun bauð uppá stutta og snarpa braut sem hlaut nafnið Beyglaða vírherðatréð. Þetta var þríhyrningur og kassalaga þriðjungsbogi sem endaði á ypponi. Keppendur fengu nóg að gera, beitileggir, rídds og kúvendingar með belg…

… Það kom líka í ljós að margir höfðu keppt á nýliðnu Íslandsmóti. Oft fantafín tilþrif, en stundum eins og harðsperrur og strengir hrjáðu menn. Hugurinn einbeittur en aumur líkaminn svaraði ekki. Áttur birtust á nokkrum belgjum og aðrir vildu ekki niður. Störtin voru mjög „afslöppuð” hjá sumum meðan aðrir áttu stört „A la“ Íslandsmót.

Það var gaman að sjá tvo nýja báta í keppni. Annar báturinn hefur reyndar áður komið við sögu og margreyndur gullbátur, Gulla granna áður BESTA (Secret 26). Nú sigldu honum 11 hressir krakkar úr Siglunesi. Langdrekkhlaðnasti bátur kvöldsins. Þau voru greinilega komin til að hafa gaman af þessu, eins og vera ber.
Hinn báturinn heitir Ásdís og er Hunter Delta 25, samskonar bátur og nýkrýndir Íslandsmeistarar sigla. Sem sagt bátur sem okkur bera að umgangast með óttablandinni virðingu. Ásdís villtist eitthvað útúr braut og sigldi langlengst. Enda er það ekki á hvers manns færi að leggja þessar nýmóðins brautir á minnið. Þær líkjast helst dönsku hekludúkamynstri frá ofanverðri 19. öld.
En allir snéru þeir aftur og hámuðu í sig eitthundrað 00/100 grillaðar pylsur takk fyrir.

Keppnisstjórar tóku ógrynni mynda. Þær má skoða hér.
Ef menn biðja fallega, ætti að vera hægt að útvega myndir í hærri upplausn.

Hér eru svo úrslit kvöldsins:

Bátur Tími Forgjöf Leiðréttur Röð
Aquarius 1:04:11 1.003 1:04:23 1
X-B 1:03:03 1.055 1:06:31 2
Lilja 1:08:35 0.986 1:07:37 3
Aría 1:08:48 1.020 1:10:11 4
Ögrun 1:09:56 1.009 1:10:34 5
Gulla 1:33:45 0.955 1:29:32 6
Ásdís 1:58:06 0.840 1:39:12 7
Share this Post