Þriðjudagur 13. júlí – myndir

/ júlí 13, 2010

Það eina sem þriðjudagar eiga sameiginlegt er að þeir heita þriðjudagar og það er siglt … oftast. Þessi þriðjudagur skar sig ekkert úr, ólíkur öllum öðrum … eða þannig. Hér eru nokkrar myndir …

Það var áhöfnin á Aquariusi sem bauð uppá braut dagsins. Vindurinn lagði sitt af mörkum og var ýmist lítill eða meiri, úr þessari átt eða hinni. Krakkarnir úr Nauthólsvík mættu og sigldu Sigurvon. Frábært að fá þá og fyrir þá. Þeir þurfa að koma sem oftast. Það var ekki minni maður en Baldvin von Evra sem sigldi með krökkunum. Hann brosti líka allan hringinn. 

 

Esjan er nú bara lítil í samanburði við Xenu. Xena náði að slíta sig snemma frá hópnum, eins og þeim er von og vísa. Aðrir reyna að halda félagslífinu gangandi og sigla saman … í bókstaflegri merkingu … 

 

Af öðrum ólöstuðum hlýtur þetta að vera það stefni sem menn óttast mest. Þennan þriðjudag bættust útlínur Aquariusar í hóp þeirra sem fyrir voru á stefninu. Dís og Aquarius sigldu sem sagt saman svo undirtók í fjöllunum (eða Skúlagötublokkunum). Ekki var kært vegna atviksins en áhöfn Aquariusar viðurkenndi að hafa verið í órétti. Atvikið átti sér stað í miklu kraðaki við fyrstu bauju. Skemmdir urðu hins vegar ótrúlega litlar.

 

Barátta um vindinn um allan sjó … 

Skólaskipið Sigurvon

 

Allir brosandi út að eyrum …

 

snyrtilegur frágangur … 

 

 

Share this Post