Þriðjudagur 19. júlí

/ júlí 20, 2011

Ásdís bauð uppá fína braut þennan þriðjudag, réttan Jóa með auka þríhyrningi í lokin. Synd að þau þyrftu að vera í landi því ekki er fjöldanum fyrir að fara, þrír bátar tóku þátt að þessu sinni. Það dró helst til tíðinda að Dögun lenti í neðsta sæti, þrettán sekúndum á eftir Ögrun! Sigurvon sigraði með nokkrum yfirburðum.

Nokkur fjöldi segla var á sjó og Dís sást sigla til hafnar. Olli það nokkrum usla meðal keppenda, hver vill verða fyrir Dís? (djók).

Verið er að setja útleggjara á flotbryggjuna. Það verður munur þegar við getum looooooksins bundið bátana við rétta bryggju. Það er ótrúlega langt að fara landleiðina frá Austurbugt í Norðurbugt. Þá vonandi fjölgar bátum í keppni.

Meðfylgjandi myndir tók Kjartan Ásgeirsson á Sigurvon. Kunnum við honum bestu þakkir. 

 

  

 

Share this Post