Þriðjudagur 27. júlí – úrslit

/ júlí 27, 2010

 

Áhöfnin á Dögun setti keppendur á námskeið í myndmennt. Verkefnið var að teikna … nú hvað nema Dögun? Til þess þurfti að sigla fjóra samsetta þríhyrninga. Áhafnirnar fengu sléttan sjó og léttan vind til að geta vandað sig sem mest. Verkefnið var greinilega verðugt og lá misvel fyrir áhöfnum. Enda kom á daginn að áhafnir skiptust á sætum. Fólk dreif að Sólfarinu til að dást að þessum drátthögu og fögru áhöfnum á þessum fallegu skútum. Flestar áhafnirnar mega þó eiga það að eins og síðast komu áttur upp á nánast hverjum einasta belg sem dreginn var upp. Það þarf þó nokkra lagni til þess. Það er spurning hvort halda þurfi námskeið í pökkun belgja. Stjarna var svo óheppin að hitta ekki á markið svo hún fær hina köldu DNF kveðju (ekkert persónulegt). 

Við eigum von á fleiri myndum frá þessari skemmtilegu keppni. Smellið á nánar til að lesa úrslit.

 

Hér má sjá hina fögru braut. 

 

Bátur               

Sigldur          

Forgjöf        

Leiðréttur        

R        

Sigurborg 1:55:37 0,944 1:49:09 1
Xena 1:47:50 1,052 1:53:26 2 04:18
Aquarius 1:54:29 0,999 1:54:22 3 00:56
Sigurvon 2:00:27 0,950 1:54:26 4 00:04
Lilja 1:57:26 0,983 1:55:26 5 01:01
Ögrun 1:55:22 1,007 1:56:10 6 00:44
Ásdís 2:23:53 0,824 1:58:34 7 02:23
Dís 2:00:29 1,018 2:02:39 8 04:06
Stjarna DNF 0,868 9

 

Hér má svo sjá stöðubreytingu á millitímunum tveimur sem teknir voru við Sólfarið og úrslitanna:

 

 

Share this Post