Þriðjudagur – myndir – úrslit

/ ágúst 19, 2008

Fallegur bátur þessi Aquarius!
Frábært veður í boði Aríu og frískur vindur, rifunarvindur. Brautin var vírherðatréð frá síðasta þriðjudegi og beyglað þannig að það næði upp fyrir Akureyjarrifsbauju. Aquarius mættur með litla fokku en…

 


XB gleymdi sinni heima og voru bara með öll stærstu segl Íslands. Enda lágu þeir flatir á belgnum svo Þór blotnaði meira en hann er fær um með eigin búnaði. Belgurinn var fullmikið af því góða og var tekinn niður. Dögun og Día, minnstu bátarnir létu sig hafa það að setja upp belg enda belgirnir þeirra varla stærri en vasaklútur og tiltölulega auðveldir viðureignar. Vasaklúturinn dugði þó til að rugga Dögun duglega.
Þetta var skemmtileg sigling, nóg að gera og nógur vindur.

Röð báta var þessi:

Bátur Tími Forgjöf Leiðréttur Röð
Dögun 1:41:16 0.840 1:25:04 1
XB 1:25:10 1.055 1:29:04 2
Lilja 1:32:06 0.986 1:30:49 3
Día 2:01:37 0.801 1:37:25 4
Ögrun 1:37:50 1.009 1:38:43 5
Aquarius 1:40:31 1.000 1:40:31 6

Aquarius mættu reyndar 5 mínútum of seint í startið þar sem þeir þurftu að skila farþega í land.

Hér eru nokkrar myndir:

Share this Post