Þriðjudaskeppnir hefjast

/ maí 12, 2008

Þriðjudaginn 13 Maí hefjast Þriðjudagskeppnir Siglingafélags Reykjavíkur. Heildarúrslit þriðjudagskeppna veita titil Reykjavíkurmeistara kjölbáta í siglingum.

Þriðjudagskeppnir eru fyrst og fremst ætlaðar sem æfingar og skemmtun.

Þessar keppnir eru þó með alvarlegu ívafi þar sem áhöfn hvers báts leggur mis mikla keppnishörku í þátttöku sína.
Byrjendum í kappsiglingum er í þessum keppnum leiðbeint af öðrum skútusiglurum og hafa mun meira umburðarlyndi annarra keppenda en gengur og gerist í siglingakeppnum.
Allir keppendur eru þó minntir á að gæta alls öryggis og forðast árekstur.
Keppendur skipta með sér keppinsstjórn í þeim 18 umferðum sem sigldar verða í sumar.

Fyrstur er auðvitað sigurvegarinn frá 2007, Besta, skipsstjóri þar var Baldvin Björgvinsson. Hann verður því auðvitað fyrsti keppnisstjóri sumarsins.

Keppendur mæti með afrit af forgjafarskírteini undirritað af skráðum skipsstjóra sumarsins.

Áríðandi er að keppendur lesi hér fyrir neðan og lesi textann undir „Mótaskrá 2008“.



Næstur er Arnar á Lilju, þá Magnús á Dögun og svo koll af kolli.

Þem sem ekki hafa verið keppnisstjórar áður er bent á að hafa samband við þann sem er efstur á listanum, Baldvin og fá frekari leiðbeiningar.

Enginn þátttakandi, hvorki skúta né einstaklingur, kemst hjá því að taka að sér keppnisstjórn með einhverjum hætti. Annað hvort sem aðstoðarmenn eða keppnisstjóri.
Gert er ráð fyrir að þegar bátur hefur þátttöku í þriðjudagskeppnum þá byrji báturinn á að taka 2 -3 keppnir en taki svo þátt í keppnisstjórn einu sinni og hafi þar með unnið sér inn þátttökurétt sinn.
Keppendur geta líka byrjað á að taka þátt í keppnisstjórn og hafið keppni eftir það. Tilgangur þessa er að keppendur kynnist reglum varðandi ræsingu (stört), leiðir og útreiking úrslita. Einnig kynnast keppendur um leið störfum keppnisstjórnar og læra vonandi að bera virðingu fyrir því mikla starfi sem fram fer af keppnisstjórn. Það hefur því miður oft skort þann skiling.

Keppendum er bent á að smella á hlekkinn „Mótaskrá 2008“ og lesa þar upplýsingar um mótið.

Share this Post