Þríþraut á þriðjudegi

/ júní 12, 2012

Áhöfnin á Lilju bauð upp á ekki eina, ekki tvær, heldur þrjár brautir á þriðjudegi, öllum vafið utanum Sólfar-Brokey-Engeyjarrif, þríhyrningar, pulsur og strik. Þetta voru því stuttar og skemmtilegar brautir þannig að það slitnaði ekki um of á milli báta. Sjö bátar tóku þátt og því var þröngt á stuttri startlínunni við Sólfarið. Íslenski Icepick-báturinn nýi tók þátt. Þeir eru greinilega að læra á bátinn og ekki gekk allt upp hjá þeim … frekar en áhöfninni á Dögun, þeim tókst að klúðra öllu því sem hægt er að klúðra í einni keppni, þjófstarta, sigla á bauju, geta ekki kúvent, setja belginn í sjóinn og svona mætti lengi telja … allt nema að sigla á annan bát. Þeir eru óttalegir klaufar blessaðir drengirnir á Dögun.

Myndir og úrslit fylgja hér

 

Bakvið þetta bláa er Icepick báturinn. 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>