Tvíkjölungurinn Mangolia brýtur rýtingsborð á leið til Paimpol

/ júlí 13, 2006


Skipverjar á tvíkjölungnum Mangolia ráku bakborðs rýtingsborð (daggerboard) skútunar í hafsbotninn og brutu það, þegar þeir voru á leið til Paimpol í dag. Bátnum var strax snúið til hafnar til skoðunar þar sem óvíst var um ástand bátsins eftir strandið. „Við vorum á leið aftur til Paimpol þegar við heyrðum brak og bresti“, sagði Patrick Deby um óhappið í morgun. „Við höfðum af því áhyggjur að rýtingsborðið hefði hugsanlega brotið útfrá sér og orsakað leka en við höfum þaul skoðað bátinn og allt virðist vera í lagi. Nema náttúrulega rýtingsborðið sjálft. Hinn helmingurinn er á hafsbotni núna“. Patrick og félagar ætla að sigla aftur í fyrramálið og taka stefnuna á Paimpol, án rýtingsborðs bakborðsmegin.

Share this Post