Tvöfaldur þriðjudagur – myndir og úrslit

/ júní 19, 2012

Áhöfnin á Ásdísi lagði tvær brautir. Það þýddi í raun að í stað þess að hafa eina langa voru bátar mun nær hver öðrum og stundum svo aðeins munaði nokkrum sentímetrum. Það fór líka svo að stutt var á milli báta í mark og á umreiknuðum tíma, svo stutt að stundum munaði einni sekúndu og tveir bátar voru með sama tíma, uppá sekúndu. Og þegar við bætist að bátarnir voru átta þá var þetta virkilega spennandi og skemmtilegt.

 

Fyrst var rauða brautin sigld og síðan sú bláa. 

Icepick átti frábæra spretti inná milli. 

 

 

Hér eru úrslitin skv. Brokeyjarforgjöf. Okkur hafa ekki borist úrslit skv. IRC. 

Það er sáralítill munur á bátum. 

Share this Post