Úlfur formaður SÍL

/ febrúar 24, 2007

{mosimage}Þetta má lesa á SÍLsíðunni: Siglingaþing fór fram í dag. Úlfur Hróbjartsson sem verið hefur ritari stjórnar síðustu ár var kjörinn formaður SÍL með lófataki. Í stjórn voru kjörin Gunnar Hallsson, Niels Chr. Nielsen, Egill Kolbeinsson og Kristín Bergþóra Pálsdóttir. Í varastjórn hlutu kosningu Pétur Th. Pétursson, Þorsteinn Guðmundsson og Rúnar Þór Björnsson.


Þingið fór vel fram og var starfsamt, Siglingasambandið skilaði rúmlega 700 þúsund króna rekstrarafkomu en velta sambandsins fjórfaldaðist á milli ára. Að loknu þingi fór fram kynning á útgáfumálum SÍL, World Match Racing Tour og Landsmóti UMFÍ í Kópavogi.

Share this Post