Uppskeruhátíð siglinga

/ október 25, 2010

UPPSKERUHÁTÍÐ SIGLINGAMANNA

Laugardaginn 30. október verður haldin uppskeruhátíð siglinga í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6.

Hátíðin er ætluð öllu siglingafólki, fjölskyldum þeirra og vinum. Hátíðin verður nokkurs konar lokapunktur siglingaársins þar sem sumarið verður gert upp og verðlaun og viðurkenningar veittar.
Húsið opnar kl. 19 með fordrykk. Borðhald hefst um kl. 20

Matseðill:

Sjávarréttasúpa
Léttreykt lambafile með kartöflum og grænmeti og rauðvínssósu
Súkkulaðikaka með berjum og rjóma

Dagskrá (drög):

Afhending Strandbikars ef tilnefningar berast
Afhending Ævintýrabikars ef tilnefningar berast
Afhending Íslandsbikars og viðurkenninga fyrir þrjú efstu sæti
Kjör siglingamanns og -konu ársins sem er hápunktur kvöldsins.
Ræður og önnur gamanmál eins og það er kallað.
Dagskrá lýkur um kl. 23 og húsinu lokað um miðnætti.

Aðgangseyrir er aðeins 3.900 kr.
Snyrtilegur klæðnaður.

Skráning á gjaldkeri@brokey.is

Share this Post