Úrslit: Hátíð hafsins

/ júní 6, 2010

Átta skútur tóku þátt í siglingamóti Brokeyjar á Hátíð hafsins í kjörvindi, sól og hita meðan vestanáttin bjargaði borginni frá gosöskunni í einn dag. Startinu var frestað um korter vegna komu færeyska kúttersins Westward Ho klukkan tvö síðdegis og fylgdu skúturnar skipinu að bryggju með fullum seglum sem var sannkölluð skrúðsigling. Keppnin var svo skotin inn með fallbyssu Landhelgisgæslunnar. Keppnisstjórn var með rauða gúmmíbátinn og tökumann um borð. Hægt er að sjá öll myndskeiðin á http://www.youtube.com/siglingarasin.

Sigldur var þríhyrningur og pulsa (Brokeyjarbauja, Sólfar, bankabauja, Engeyjarrif, Brokeyjarbauja og svo aftur Bankabauja – Brokeyjarbauja) og lítil „túristaslaufa“ fyrir áhorfendur í lokin milli Brokeyjarbauju og Sólfarsins. Það voru næg tilefni til að viðra belgina og flotinn glæsilegur á að líta í sólinni.

Smellið á ‘Nánar’ til að skoða úrslitin:

Fyrsti bátur í mark var Xena eftir tæplega klukkustundar siglingu en úrslitin urðu þessi:

Bátur Forgjöf Sigldur tími Leiðréttur tími Sæti
Dögun 0.840 1:06:50 0:56:08 1
Xena 1.052 0:55:16 0:58:08 2
Aquarius 0.999 1:00:10 1:00:06 3
Lilja 0.983 1:01:28 1:00:25 4
Ögrun 1.007 1:02:26 1:02:52 5
Dís 1.023 1:01:31 1:02:56 6
Sigurvon 0.950 1:13:35 1:09:54 7
Ásdís 0.824 1:31:47 1:15:38 8
Share this Post