Úrslit Íslandsmóts

/ ágúst 8, 2010

 

Síðasti dagur Íslandsmótsins var langur og strangur þar sem sigldar voru fimm mislangar umferðir bæði innan og utan eyja með einu hálftíma matarhléi. Ráslína var alltaf á sama stað við Brokeyjarbauju við Ingólfsgarð enda hélst austanáttin nokkuð stöðug allan tímann. Fyrst var sigldur stuttur þríhyrningur um Kirkjusandsbauju og Engeyjarrifsbauju, síðan aðeins lengri þríhyrningur um Kirkjusandsbauju og Hjallaskersbauju og síðan nokkuð löng braut um Kirkjusandsbauju, Akureyjarrifsbauju, nýja bauju á Viðeyjarflaki og Kirkjusandsbauju aftur. Síðan var aftur tekin braut tvö og að síðustu fyrsta brautin aftur.

Þótt vindur væri nokkuð stöðugt að austan þá var veðrið mjög breytilegt; stundum datt í dúnalogn en jafnan rauk vindurinn upp aftur, stundum svo snögglega að hann gerði keppendum erfitt fyrir. Síðdegis leið snekkja Paul Allen inn að Laugarnesi og var eins og ný eyja þarna við brautirnar sem sveigði vind og skýldi. 

Um kvöldið voru svo úrslitin tilkynnt í Víkinni, sjóminjasafni Reykjavíkur, og verðlaunaafhending fór fram: Smellið á ‘nánar’ til að skoða úrslitin:

Sæti
Bátur
Tegund
Seglnr.
Skipstjóri
Áhöfn
Félag
Forgjöf
U1
U2
U3
U4
U5
U6
U7
Samtals
Útkoma
 1 Dögun Hunter Delta ISL 1782 Þórarinn Stefánsson Magnús Waage, Magnús Arason Brokey 0.840

1.0
01:20:55

01:07:58

1.0
02:07:57
01:47:29
3.0
00:52:14
00:43:53
1.0
01:26:41
01:12:49
7.0
02:03:41
01:43:54
1.0
01:17:07
01:04:47
1.0
00:53:52
00:45:15
15.0 8.0
 2 Xena X-38 2598 Aron Árnason Þór Gunnarsson, Þór Fannar Þórsson, Sigurður Magnússon, Helga Marie Þórsdóttir, Þráinn Svansson, Óskar Gunnarsson, Jón Pétur Brokey 1.052 2.0
01:04:53
01:08:15
2.0
01:42:17
01:47:36

1.0
00:40:53
00:43:01

5.0
01:14:41
01:18:34
1.0
01:25:34
01:30:01
4.0
01:08:54
01:12:29
3.0
00:43:11
00:45:26
18.0 13.0
 3 Sigurborg Secret26 ISL 9845 Páll Hreinsson Axel Wolfram, Smári Smárason Ýmir 0.944 3.0
01:17:13
01:12:30
3.0
01:55:02
01:48:01
5.0
00:48:19
00:45:22
2.0
01:20:10
01:15:17
5.0
01:44:07
01:37:46
2.0
01:13:13
01:08:45
4.0
00:48:38
00:45:40
24.0 19.0
 4 Aquarius X-99 2667 Martin Swift Valgeir Magnússon, Sigurþór Heimisson, Ásta Vilhjálmsdóttir, Mímir Völundarson, Ragnar Brokey 0.999 4.0
01:12:40
01:12:36
6.0
01:52:48
01:52:41
2.0
00:43:15
00:43:12
3.0
01:17:26
01:17:21
2.0
01:32:33
01:32:27
3.0
01:11:27
01:11:23
5.0
00:47:12
00:47:09
25.0 19.0
 5 Ísmolinn Icecube ISL 2639 Gunnar Geir Halldórsson Rúnar Steinsen, Ragnar Hilmarsson, Trausti Ævarsson Þytur 1.043 5.0
01:10:36
01:13:38
5.0
01:47:50
01:52:28
4.0
00:42:25
00:44:14
4.0
01:15:15
01:18:29
3.0
01:31:19
01:35:15
7.0
01:11:59
01:15:05
2.0
00:43:25
00:45:17
30.0 23.0
 6 Lilja Dufour 34 2720 Arnar Freyr Jónsson Aðalsteinn Loftsson, Andri Örn Jónsson, Haraldur Rafn Ingvarsson, Jón Sævar Alfonsson Brokey 0.983 6.0
01:15:44
01:14:27
4.0
01:52:38
01:50:43
6.0
00:47:56
00:47:07
7.0

DNF

6.0
01:41:20
01:39:37
5.5
01:15:35
01:14:18
6.0
00:48:50
00:48:00
40.5 33.5
 7 Ögrun Dehler 33 ISL 9800 Niels Chr. Nielsen Einar Gunnarsson, Guðmundur Gunnarsson, Sigurður Jónsson, Úlfur Hróbjartsson, Ingvi Steinn Oddsson Brokey 1.007 7.0
01:18:02
01:18:35
7.0
01:54:11
01:54:59
7.0
00:49:00
00:49:21
6.0
01:19:24
01:19:57
4.0
01:37:02
01:37:43
5.5
01:13:47
01:14:18
7.0
00:48:49
00:49:10
43.5 36.5

Eins og sést á töflunni þá var mjög mjótt á munum. Ein keppni skar t.d. úr um þriðja og fjórða sætið. Í sjöttu umferð voru Lilja og Ögrun með nákvæmlega sama umreiknaða tíma og lentu því saman í fimmta sæti. 

Fleiri myndir og myndbönd frá keppninni eru væntanleg bráðum. 

 

Share this Post