Úrslit Lokamóts kjölbáta

/ september 12, 2011

Lokamót kjölbáta fór fram í fallegu veðri, það er alltaf sól og blíða á pallinum hjá Ými.

Til stóð að starta við félagsheimili Brokeyjar og nota Sólfarið sem toppbauju til að ná beitingarstarti í léttri suð-austlægri golu. Vindurinn var nú ekkert á því og snéri sér 180 gráður eftir að sú ákvörðun var tekin svo fyrsti leggurinn varð mjög stuttur belgleggur í léttum vindi og allir í kös. Þetta var nokkurs konar sýni-sigl fyrir áhorfendur við sólfarið. Löturhægt en virðulega liðu bátar fyrir Sólfarsbaujuna.

Annars áttu áhafnir góða spretti og slæma. Aquarius byrjaði fantavel en stoppaði rétt vestan við Engey. Ögrun átti góðan dag og voru fyrstir fyrir Akureyjarbauju og héldu þeirri stöðu allt til loka. Það dugði þeim þó ekki nema upp í þriðja sætið úr hinu alræmda fjórða sæti sem þeir voru þó búnir að vinna til eignar.

Share this Post