Úrslit úr Þjóðhátíðarmóti 2010

/ júní 17, 2010

Þjóðhátíðarmótð fór hægt af stað í ár og framan af leit út fyrir að þyrfti að stytta keppni um eina til tvær umferðir. Fljótlega rættist þó úr og komnir um fjórir metrar á sekúndu þannig að keppnisstórn ákvað að ljúka við keppnina samkvæmt áætlun. Enda sáust greinilegar breytingar á siglingalagi milli umferða og hörð samkeppni um sætin. Keppni stóð frá þrjú til sex. Fráfarandi formaður ÍTR, Kjartan Magnússon, afhenti verðlaunin fyrir fyrstu þrjú sætin, en þau hrepptu Aquarius fyrir þriðja sætið, Dögun fyrir annað sætið og Xena fyrir það fyrsta.

Smellið á ‘nánar’ til að skoða fleiri myndir og úrslitin.

Sigldur var ólympískur þríhyrningur með baujur á stjórnborða, þríhyrningur og pulsa: startað frá Sólfarsbauju, siglt fyrir Brokeyjarbauju, þaðan að Engeyjarrifsbauju, aftur að Sólfarsbauju, um Brokeyjarbauju, Sólfarsbauju og endað við Ingólfsgarð, allar þrjár brautirnar eins.

Mikið var af fólki við Sæbrautina meðan á keppni stóð og vakti hún mikla athygli eins og nærri má geta. Skúturnar liðu framhjá Sólfarinu hver annarri glæsilegri eins og hægt er að sjá á myndum frá keppninni hér. Á Siglingarásinni á YouTube er hægt að skoða kvikmyndir sem Halldór tók úr gúmmíbátnum.

1. umferð

Bátur

Sigldur

Forgjöf

Leiðréttur

R

Xena 0:44:46 1.052 0:47:06 1
Dögun 0:56:36 0.840 0:47:33 2
Aría 0:49:59 1.010 0:50:29 3
Ögrun 0:51:19 1.007 0:51:41 4
Aquarius 0:52:11 0.999 0:52:08 5
Lilja 0:55:55 0.983 0:54:58 6
Dís 0:54:06 1.018 0:55:04 7
Ísmolinn 0:53:40 1.042 0:55:55 8

2. umferð

Bátur

Sigldur

Forgjöf

Leiðréttur

R

Aquarius 0:31:34 0.999 0:31:32 1
Xena 0:32:43 1.052 0:34:25 2
Lilja 0:35:25 0.983 0:34:49 3
Dögun 0:41:41 0.840 0:35:01 4
Dís 0:35:22 1.018 0:36:00 5
Ögrun 0:36:23 1.007 0:36:38 6
Ísmolinn 0:35:13 1.042 0:36:42 7
Aría 0:37:33 1.010 0:37:56 8

3. umferð

Bátur

Sigldur

Forgjöf

Leiðréttur

R

Xena 0:30:55 1.052 0:32:31 1
Dögun 0:40:26 0.840 0:33:58 2
Ísmolinn 0:33:36 1.042 0:35:01 3
Dís 0:35:18 1.018 0:35:56 4
Lilja 0:36:35 0.983 0:35:58 5
Aquarius 0:37:00 0.999 0:36:58 6
Aría 0:38:10 1.010 0:38:33 7
Ögrun 0:38:30 1.007 0:38:46 8

Heildarstaða

Bátur

1. umf

2. umf

3. umf

Stig

Sæti

Xena 1 2 1 4 1
Dögun 2 4 2 8 2
Aquarius 5 1 6 12 3
Lilja 6 3 5 14 4
Dís 7 5 4 16 5
Ísmolinn 8 7 3 18 6
Aría 3 8 7 18 7
Ögrun 4 6 8 18 8

Þau mistök urðu við kynningu úrslita á Ingólfsgarði að Ísmolinn var sagður í sjötta sæti í þriðju umferð og áttunda sæti í heildarúrslitum, en rétt er að þeir voru í þriðja sæti í þriðju umferð og því í sjötta sæti í heildarskorinu.

Það atvik gerðist í keppninni að í þriðju umferð sigldi hvalaskoðunarskip inn í miðjan skútuhópinn. Eftir stutt símtal við skipstjórann var ákveðið að vísa málinu til þar til bærra yfirvalda.

Share this Post