Urtan komin á Aríu

/ júlí 11, 2007

{mosimage}Heyrst hefur að Urtan sé að fara á sölu (enn með lausa skrúfu eins og eigendurnir…. neee… þessi var nú lélegur!). Þeir Urtumenn, Sigurjón, Guðmundur og Þorvaldur hafa keypt hluti í Aríunni. Til lukku með það!

Eins og komið hefur fram hér á síðunni var Ísoldin seld til Ísafjarðar. Ísoldarmaðurinn, Aron er nú á heimsiglingu á splunkunýjum Hanse-bát. Ísoldarmenn ætla ekki að láta þar við sitja og langar í annan! Annan bát til að keppa á, kannski eitthvað svipað og Aquarius sem gert hefur það gott í sumar.

Flóin er um það bil að skipta um eigendur. Kaupandinn ku vera Þjóðverji búsettur hér á landi. Hvað flærnar hyggjast gera í framhaldinu er ekki vitað.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>