Verðskrá

/ maí 18, 2010

Félagsgjald

Félagsgjald fyrir árið 2010 (árgjald): 8.000 kr

Keppnisgjöld

Kjölbátar, þriðjudagskeppni
Keppnisgjald fyrir hvern þátttakanda (18 ára+) er 500 kr., fyrir hverja keppni. Innifalið er keppnisgjald og veitingar eftir keppni. Skráningu og greiðslu skal inna af hendi áður keppni hefst. ATH. Skipstjóri hvers báts ber ábyrgð á að öll áhöfnin hafi skráð sig til keppni.

Aðrar keppnir á vegum Brokeyjar
Keppnisgjöld fyrir aðrar keppnir á vegum Brokeyjar eru auglýst í keppnisfyrirmælum fyrir keppni.

Siglingaskóli fullorðnir, Ingólfsgarður

Hásetanámskeið: kennd er undirstöðan fyrir stjórn kjölbáta. Góður undirbúningur fyrir þá sem eru tilbúnir að taka skemmtibátaskírteini og vilja hafa réttindi til að sigla seglskútu. 25.000 kr. Námskeiðið er 10 klukkutímar og stuðst er við námskrá Siglingamálastofnunar um verklega þætti sem stjórnendur skemmtibáta (seglskútur 6 – 24 m) þurfa að kunna skil á. Námskeið gefur þáttakendum möguleika á að sigla með Sigurvon í þriðjudagskeppnum sumarsins. Hver þátttakandi greiðir keppnisgjald, 500 kr.

Siglingaskóli börn, Nauthólsvík

Námskeiðsgjald. Námskeið kostar 8.000 kr. (1 vika, ½ dagur)
Æfingargjöld. Árgjald : 25.000 kr

Skútuleiga, Ingólfsgarður

Mía: Brokey býður til leigu kjölbát 18ft Micro. Leigutaki þarf að hafa lokið hásetanámskeiði eða hefur sambærilega þekkingu á siglingum. Gjald fyrir 3 klst siglingu: félagsmenn í Brokey 8.000 kr / aðrir 12.000 kr
Sigurvon: Brokey býður upp á siglingu með skipstjóra á Secret 26ft skútu. Hámark 6 þáttakendur í einu. Gjald fyrir 3 klst siglingu: 25.000 kr 

Share this Post