Vetrarskútur

/ september 12, 2013

Þeir sem hyggjast hafa skútur sínar á floti fram yfir kranadag eru beðnir að athuga eftirfarandi:

  • Lokað verður fyrir vatn á flotbryggjuna.
  • Rafmagn er í boði fyrir þá sem nota rafmagnsmæli.

Allar skútur þurfa að greiða fyrir sína rafmagnsnotkun á Ingólfsgarði frá og með næsta kranadegi.  Verið er að athuga verð o.fl. varðandi mælana þannig að hægt sé að koma öllum á mæli næsta vor.  Mælarnir yrðu þá í eigu viðkomandi áhafnarmeðlima en ekki félagsins.  Ljóst er að heildar rafmagnskostnaðurinn á Ingólfsgarði er allt of mikill og ef hver borgar fyrir sína notkun væri hægt að lækka bryggjugjöldin.

Share this Post