Við leitum að starfsmönnum

/ apríl 25, 2016

Þjálfari
Við leitum að þjálfara fyrir kænudeild félagsins í Nauthólsvík.
Unnið er mán til fim frá kl. 15:00 – 20:00 eða eftir nánari samkomulagi.
Sjá dagskrá og skipulag hér
Leitað er að þjónustulunduðum aðila með mikla þekkingu á siglingu og þjálfun.
Starfið felast að þjálfa A æfingarhóps félagsins í Nauthólsvík ásamt því að fylgja keppendum á mót.
Launakjör eru samkomulagsatriði

Bryggjustjóri
Við leitum að starfsmanni til að sjá um daglegan rekstur kjölbátadeildarinnar á Ingólfsgarði
Vinnutími er nokkuð fjáls, en áætluð viðvera er 3-4 tímar á dag eða eftir nánari samkomulagi.
Dagleg vinna er m.a. að taka á móti erlendum skútum, halda húsnæði og aðstöðu félagsins snyrtilegri og taka á móti skráningum fyrir kænudeild.
Einnig er möguleiki að taka að sér kennslu á Sigurvon en við það getur starfið orðið viðbót við starfið.
Launakjör eru samkomulagsatriði

Keppnisstjóri – sjálfboðaliði
Brokey heldur nokkrar siglingakeppnir bæði í kænu og kjölbátadeildum félagsins. Við leitum að félagsmanni sem getur tekið þetta skemmtilega starf að sér í sumar.

Til að starfa hjá félaginu þurfa starfsmenn og sjálfboðaliðar að vera með hreint sakavottorð.
Vinsamlega sendið umsóknir á brokey@brokey.is eigi síðar en 6. maí 2016
Nánari upplýsingar gefur Ólafur Már, formadur@brokey.is eða í síma 854 2980

 

Share this Post