Viðgerð frestast

/ febrúar 16, 2009

Komið hefur í ljós að flotbryggjan sleit mjög öfluga festingu úr stálþilinu. Það hefur væntanlega verið tuga eða hundruða tonna átak sem þurfti til þess. Ekki er hægt að gera við þetta fyrr en betur stendur á fjöru, sem er ekki fyrr en eftir helgi. Þangað til er hægt að fá þá á lóðsinum til að skutla sér út á bryggju. Það er líka lítill prammi í höfninni, við flotbryggjuna, sem auðvelt er að nota til að fleyta sér á milli þegar veður er gott.

Share this Post