Vil ég að kvæðið heiti …
Áhöfnin á Lilju bauð uppá nokkuð flókna en skemmtilega braut í þægilegum vindi. Ef einhver gæti hugsanlega skilið lýsingu í orðum, þá fer lýsinging hér: Sólfar-Brokey-Akureyjarrif-Sjöbauja-Akureyjarrif-Sjöbauja-Bankabauja-Sólfar-Brokey(þar sem millitími var tekinn)-Engeyjarrif-Sólfar-Brokey.
Flestar áhafnir undirbjuggu sig með því að teikna brautina upp til að hafa í vasanum. Það er fátt verra en velkjast um í vafa í veltingnum á sjó. Það hefur engin keppnisstjórn enn tekið uppá því að setja skilti á baujurnar.
Sæti | Bátur | Sigldur | Forgjöf | Leiðréttur |
1 | Dögun | 1:59:06 | 0.840 | 1:40:03 |
2 | Xena | 1:36:27 | 1.053 | 1:41:34 |
3 | Lilja | 1:44:29 | 0.982 | 1:42:36 |
4 | Aría | 1:42:32 | 1.018 | 1:44:23 |
5 | Ögrun | 1:46:05 | 1.008 | 1:46:56 |
6 | Dís | 1:46:01 | 1.023 | 1:48:27 |
7 | Ásdís | 2:16:34 | 0.840 | 1:54:43 |
8 | Día | 2:52:15 | 0.800 | 2:17:48 |