Vindstigamælikvarðinn

/ september 10, 2006

Sem vísindalegur mælikvarði er Beaufort eða vindstiga mælikvarðinn ónothæfur til mælinga á vindhraða. Aftur á móti er enginn mælikvarði betri til fyrir skútusiglara. Hvers vegna er þetta? Smelltu á Meira ef þú vilt vita það.


Hér er góð útskýring á þessu: hér

Sjóliðsforinginn Francis Beaufort bjó kerfið sem sagt til til þess að auðvelda áhöfnum seglskipa að ákveða hvaða segl væru uppi. Það var bara horft á sjóinn hvernig hann gáraði og segl valin eftir því. Þessu fylgir eitt eðlisfræðilegt atriði sem skiptir skútusiglara miklu máli, hvort sem Francis Beaufort vissi af því eða ekki. Heitt loft er léttara og kaldara loft þyngra. Vindhraðinn einn og sér segir ekki allt um hvernig vindurinn tekur í seglin.

Eftir því sem loftið er kaldara, eins og á Íslandi, þá tekur það meira í seglin við sama vindhraða.

Það er til dæmis áberandi hversu mikill munur er á því afli sem 30 hnúta vindur hefur í keppni hér á landi í 12 stiga hita og í keppni í Miðjarðarhafinu í 32 stiga hita.

Þar eru 30 hnútar svo sem ekkert mál, vindurinn fer hratt yfir en hann rífur ekki mikið í. 30 hnútar hér á landi eru aftur á móti ekkert siglinga eða keppnisveður. Loftið er svo miklu þéttara og þyngra að það er næstum öruggt að maður skemmi einhver segl.

Beaufort kvarðinn tekur ekkert tillit til vindhraða í raun heldur segir hann til um hvernig vindurinn hefur áhrif á umhverfið, hann hentar því skútusiglurum mun betur en aðrir mælikvarðar til að haga seglum eftir vindi.

Engin ástæða var til að hafa vinstigakvarða Bauforts hærri en 12. Allt þar fyrir ofan er bara fárviðri þar sem skútusiglarinn gerir ekkert annað en að reyna að bjarga bátnum og þeim sem eru um borð frá því að farast.

Við 12 vinstigin fýkur sjórinn með stórum öldum. Þar fyrir ofan verður svo hvasst að ekki myndast öldur heldur fýkur yfirborð sjávarins bara en öldur eru engar.

{moscomment}

Share this Post