Yachtmaster Offshore próf í Bretlandi í vor

/ janúar 27, 2012

Í framhaldi af “RYA Day Skipper “ námskeiði sem við héldum á Ísafirði í fyrrasumar  þá erum við að skipuleggja Yachtmaster Offshore próf í Bretlandi í vor. Fyrirkomulagið verður þannig að við leigjum bát og…

fjórir menn sigla í 7 daga undir dyggri stjórn og leiðsögn Samönthu Fuller, þeirrar sömu og var hér í fyrrasumar og hefur marg oft siglt með okkur. Síðan verður próf í 2 daga.  Til að einfalda málið hefur UKSA skólinní Cowes tekið að sér að sjá formlega um þetta þannig að námskeiðið verður í raun í þeirra nafni.
 
Við erum með tvo örugga á þetta en virðist sem einhver forföll gætu orðið þannig að 1-2 sæti gætu verið laus. Þetta er kjörið tækifæri til að taka þetta próf. Gert er ráð fyrir að menn hafi góðan undirbúning, bæði í verklegu og bóklegu. Helst Day Skipper próf eða eitthvað sambærilegt og góðan heimalærdóm (!).  Búið yrði um borð í bátnum þessa 9 daga og er allur matur innifalinn í verðinu.  Hér eru dagar og verð:
 
Marine Short Range Radio, 1 day, £105pp
 
19th April 2012
 
RYA Yachtmaster Preparation and Exam, 9 days, £740pp
 
20th – 28th April 2012
 
Hér er nánar um kröfurnar fyrir þetta próf:
 
http://www.hamble.co.uk/rya-training-courses/yachtmaster-offshore-exam-syllabus/
 
Og…
 
Minimum seatime
50 days, 2,500 miles including at least 5 passages over 60 miles measured along the rhumb line from the port of departure to the destination, acting as skipper for at least two of these passages and including two which have involved overnight passages. 5 days experience as skipper. At least half this mileage and passages must be in tidal waters. All qualifying seatime must be within 10 years prior to the exam.
Certification required
A restricted (VHF only) Radio Operators Certificate or a GMDSS Short Range Certificate or higher grade of marine radio certificate. A valid first aid certificate* (first aid qualifications held by Police, Fire and Armed Services are acceptable).
Minimum exam duration
8-12 hours for 1 candidate, 10-18 hours for 2 candidates. No more than two candidates can be examined in 24 hours and no more than four candidates can be examined in one 2 day session.
 
Ef þið vitið um einhverja sem gætu haft hug á að vera með megið þið gjarnan láta vita.
 
Við hjá Borea Adventurs höfum séð um að skipuleggja þessi námskeið, aðallega til að fjölga mögulegum áhafnarmeðlimum fyrir okkur (!) en að öðru leyti verður þessi hluti námskeiðsins alfarið á vegum UKSA.
 
Með bestu kveðju
 
Sigurður Jónsson
Borea Adventures, Ísafirði (s 899 3817)

Share this Post