Yfir Atlantshafið á fljótapramma

/ ágúst 14, 2009

Bræðurnir Ralph Brown og Robert Brown eru nú komnir til Reykjavíkurhafnar eftir 48 daga ferð frá Tampa í Flórída á 21 feta löngum fljótapramma. Maður byggist eiginlega frekar við að rekast á svona bát á fenjasvæðum en úti á opnu hafi, en með ferðinni eru þeir að reyna að setja heimsmet í lengstu úthafssiglingu á fljótapramma og safna um leið fé fyrir særða landgönguliða.

Hér eru þeir félagar í Halifax áður en þeir lögðu í hann til Grænlands:

Frá Íslandi ætla þeir síðan að sigla til Færeyja og þaðan til Þýskalands. Hægt er að fylgjast með ferðum þeirra og skoða fleiri myndir á síðunni http://www.crosstheatlantic.com

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>