Létt-jólabjórkvöld

21. njolabjoróvember n.k. kl. 21.00 ætla siglarar og áhugafólk um jólabjór að hittast í félagsheimili Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar á hinum margfræga Ingólfsgarði. Til stendur að kanna hvernig til hefur tekist með lögun jólabjórs þetta árið. Allskonar jólabjór á ofsalega fínu verði er í boði og eins og áður. Boðið verður upp á „Pub Quiz“ spurningarkeppni. Skipt verður í lið á staðnum og það lið sem vinnur fær óvænt verðlaun.Umsjónarmaður kvöldsins er Áki Guðni Karlsson, en hann mun fara yfir lögun og innihald hverrar tegundar eins og honum er einum lagið.

Skráning stendur yfir á facebook og á heimasíðunni undir nánar.

Allir (+20 ára) siglarar, vinir þeirra og venslafólk velkomið!

UPPSKERUHÁTÍÐ SÍL 2015

Verður haldin 31.okt í félagsheimili Siglingaklúbbsins Þyts í Hafnarfirði að Strandgötu 88
Veislueldhús ÍSÍ mætir á svæðið með frábært hlaðborð og léttar veitingar verða til sölu á vægu verði.
Siglingamaður ársins – Siglingakona ársins – Siglingaefni – Strandbikarinn – Sjálfboðaliði ársins – Ævintýrabikarinn – Kayakmaður ársins – Kayakkona ársins
Verð á hátíðina er 4.500 krónur. Húsið opnar klukkan 19:00

Skráning: Endilega skráið ykkur í síðastalagi fyrir miðvikudaginn 28. okt á sil@silsport.is

Uppskeruhátíð

FYRIRLESTUR HJÁ KJÖLBÁTASAMBANDINU

Annar fyrirlestur Kjölbátasambands Íslands í vetur verður 2. nóvember 2015.
Þá verður Bob Shepton með fyrirlestur hér á Íslandi. Bob er eini skútu kallinn sem hefur siglt norðvestur leiðina norðan Kanada fram og til baka á skútu sinni Dodos delight. Hann er sá siglingamaður sem hefur siglt oftast til Grænlands og hann er sá sem hefur farið lengst í norður á skútu og núna síðast 2014 þá 78 ára gamal og er enn að.
Bob Shepton ætlar að halda fyrirlestur um siglingar, fjallgöngur og klettaklifur, en hann hefur blandað þessu saman í sínum ferðalögum.
http://www.bobshepton.co.uk
https://vimeo.com/125476007
Allir velkomnir, aðgangseyrir er 1.500 krónur. Innifalið er kaffi en aðrar veitingar er hægt að kaupa á staðnum.
Staðsetning: Hótel Plaza, Aðalstræti 4. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20, húsið opnar kl: 19:45.

Sigurborg er Reykjavíkurmeistari kjölbáta 2015

Reykjavíkurmótið í siglingum kjölbáta samanstendur af 17 keppnum á þriðjudögum yfir sumarið en siglt er tvo til þrjá tíma í senn. Mótið var afar gott í sumar og tók fjöldi báta þátt eins og undanfarin ár. Svo fór að siglingarfélagarnir úr Ýmir í Kópavogi þeir Ásgeir, Dagur Hannes, Hjörtur, Jóhannes og Smári á Sigurborg unnu nauman sigur yfir áhöfninni á Ögrun sem var í öðru sæti og Dögun sem endaði þetta árið í þriðja sæti.
Verðlaunaafhending fór fram á „Lokabroki“ Siglingafélags Reykjavíkur – Brokey þann 10. október s.l.

Sigurborg 2015

Kranadagur, LokaBrok og fleirra

Dagskrá:
19. sep Hreinsunardagur í Nauthólsvík. Mæting kl. 10:00. Taka á til í stóru skemmunni.
3. okt Hreinsunardagur í Gufunesi. Mæting kl. 10:00
10. okt Kranadagur (til vara 17. okt). Mæting er á Ingólfsgarði kl. 13:00 en háflóð verður um fimmleitið. Byrjað að hífa fyrstu báta kl. 15:00. Þeir sem ætla upp vinsamlega sendið póst á brokey@brokey.is og staðfestið þátttöku.

Um kvöldið á kranadag ætlum við svo að gera okkur glaðan dag í félagsheimilinu á Ingólfsgarði. LokaBrokið hefst kl. 20:00 (til vara 17. okt). Við leitum að áhöfn til að sjá um kvöldið, endilega sendið póst á brokey@brokey.is ef vilji er fyrir hendi að taka að sér umsjón um kvöldið.

 Flóðatafla Háflóð Háflóð
10. okt 17:12 / 3.6 m
17.okt 8:30 / 3.7 m 18:46 / 3.4 m

Við minnum á að flotbryggjunni verður lokað 1. nóvember, en þá eiga allir bátar að vera komnir annað.

PA160015

Leiðindaveður


Það er leiðindarveður þessa dagana á höfuðborgarsvæðinu.
Gott er að fara yfir landfestar og fríholt/fendera og jafnvel tvítryggja … til öryggis.