Reykjavíkurmeistaramót – Kjölbáta 2016

Nú er orðið virkilega spennandi að vita hver verður Reykjavíkurmeistari á kjölbát en það eru enn nokkrar keppnir eftir og það verður gaman að sjá hvernig fer. Mun Sigurborg takast þetta annað árið í röð?

  1. Sigurborg (Ýmir) 45 stig
  2. Lilja (Brokey) 46 stig
  3. Sigurvon (Brokey) 48 stig

Sjá nánar hér

20160823_190234 Lesa meira

Kynning á seglskútunni No Way Back

Sunnudaginn 21. ágúst kl. 16:00 verður kynning á Seglskútunni No Way Back hjá Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey á Inólfsgarði. Skipstjórinn Pieter og aðstoðamaður hans Tim Carrie munu fjalla um bátinn og komandi Vendée Globe siglingakeppni sem Pieter Heerema  er að fara að taka þátt í.

Vendée Globe er ein erfiðasta siglingakeppni heims.  Þátttakendur sigla einir síns liðs kringum jörðina og mega ekki koma í land eða þiggja neina hjálp á leiðinni.

Við hvetjum alla áhugamenn um siglingar til að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara.

20160819_172834

Lesa meira

“No Way Back” kemur í nótt

Seglskútan No Way Back er 60 feta (18m) löng og er síðasta kynslóð af IMOCA 60 (sjá nánar). Skipstjórinn er Pieter Heerema  (65 ára) sem er að undirbúa þáttöku í Vendée Globe keppninni sem hefst 6. nóvember í Les Sables d’Olonne. Skútan er væntanlegur á bryggjuna á Ingólfsgarð í nótt eða á morgun og verður hér í nokkra daga.

Vendée Globe er ein erfiðasta siglingakeppni heims.  Þátttakendur sigla einir síns liðs kringum jörðina og mega ekki koma í land eða þiggja neina hjálp á leiðinni.
Sjá nánar: https://www.facebook.com/NoWayBackSailing/ 

Teikningar/stærðir: Top viwe og Pontoon View

 13346599_1033544990015883_4091511447918927414_n

Lesa meira

Úrslitin í tölum

Hér má svo finna nánari útlistun á umferðum og stigum.

Íslandsmót2016-úrslit

Íslandsmót kjölbáta 2016 – Úrslit

Það var áhöfnin á Bestu sem sigraði Íslandsmót kjölbáta 2016, og það með nokkrum yfirburðum, en fyrri Íslandsmeistarar á Dögun og Skeglu veittu þeim harða samkeppni. Mótið fór fram dagana 10.-14. ágúst og sigldar alls átta umferðir. Vindur hélst góður allan tímann. Tíu áhafnir tóku þátt og keppnin var hörð frá upphafi til enda.

Úrslitin urðu eftirfarandi:

  1. Besta, 10 stig (Brokey)
  2. Dögun, 21,5 stig (Brokey)
  3. Skegla, 24 stig (Þytur)

Besta
Áhöfnin á bestu, f.v. Siggi Óli, Ólafur Már, Baldvin og Emil.

Keppnisstjórn var skipuð þeim Jóni Pétri Friðrikssyni, Kai Logemann og Ben Mohney sem leystu hlutverk sitt með prýði. Gunnar Haraldsson sá um landstjórn. Góð stemning ríkti á Ingólfsgarði lokakvöldið á laugardag og skemmtu allir sér hið besta.

Lesa meira

Íslandsmót kjölbáta 2016

Fyrsti keppnisdagur Íslandsmóts kjölbáta er í dag og startað er kl. 18:00

NOR Tilkynning um keppni Íslandsmót kjölbáta 2016

Kappsiglingafyrirmæli Íslandsmóts kjölbáta 2016