Faxaflóamót 2016 – úrslit

Að venju var Faxaflóamótið skemmtilegt en í ár var það kannski vindinn sem vantaði og þá sérstaklega á laugardeginum.
Föstudagurinn var eini dagurinn þar sem boðið var upp á góðan vind og bátarnir flugu nánast upp á Akranes. Sigurfari aðstoðaði Brokey við mótið og Faxaflóahafnir lánuðu húsnæði og bryggjuaðstöðu. Við þökkum við þeim kærlega fyrir.
Úrslitin eru eftirfarandi:

  1. Sigurborg (Ýmir) Stig: 5
  2. Ísmolinn (Þytur) Stig: 6
  3. Sigurvon (Brokey) Stig: 7
  4. Aquarius (Brokey) Stig: 8
  5. Dögun (Brokey) Stig: 11
  6. Lilja (Brokey) Stig: 19

20160626_095555

Lesa meira

Faxaflóamót 2016

DSC_0884

Loksins loksins! Mótið sem allir hafa beðið eftir.

Faxaflóamótið 2016 verður 24.-26. júní. Að vanda verður fjörug keppni, grill og gaman.

Faxaflóahafnir – 2016

Miðsumarmót – úrslit

Tíu keppendur á átta bátum tóku þátt í Miðsumarmótinu í Skerjafirðinum í gær. Veðrið var prýðilegt: sæmilegasti vindur og hlýtt. Keppt var í Optimist-flokki og opnum flokki.

Úrslitin urðu þessi:
Opinn flokkur
1.sæti: Björn Heiðar Rúnarsson (Nökkvi)
2.sæti: Hulda Lilja Hannesdóttir (Brokey)
3.sæti: Berglind Rún Traustadóttir (Þytur) 
Optimist flokkur
1.sæti: Bergþór Bjarkason (Þytur)

image

image

image

image

Þjóðhátíðarmót 2016

slenski_fninn______jpg_800x800_sharpen_q95Á 17. júní verður haldið Þjóðhátíðarmót Siglingafélags Reykjavíkur. Keppni hefst kl. 14:00 og verður boðið upp á kaffi og vöfflur að henni lokinni. Veitt verða hefðbundin verðlaun fyrir þrjú efstu sætin en einnig verða dregnir út happdrættisvinningar.

Tilkynningu um keppni má finna hér: Þjóðhátíðarmót – Brokey 2016-NOR

Félagsfundur í kvöld kl. 20:00

Það er félagsfundur í kvöld 7. júní strax eftir þriðjudagskeppnina. Gera má ráð fyrir að fundurinn byrji kl. 20:00

  • Hugmyndir arkitekta að nýrri félagsaðstöðu á Ingólfsgarði kynntar
  • Önnur mál

Betri pylsur og léttar veitingar í boði.

Stjórnin

Miðsumarmót – kænur – tilkynning um keppni

IMG_20150807_171950

Miðsumarmótið verður laugardaginn 11. júní í Nauthólsvík. Þátttakendur geta sent skráningu á skraning@brokey.is. Skráningarfrestur er til 8. júní.

Tilkynningu um keppni má finna hér..