Færslusafn

Faxaflóamót kjölbáta 2015 – Dagskrá

Faxaflóamótið fer að venju fram í júní. Sjá nánari dagskrá HÉR

 

Faxafloamot_2015_21

 

Reykjavíkurmeistaramót – Kjölbáta 26.05.2015

Þriðja þriðjudagskeppni tímabilsins var haldin í gær. Sex bátar tóku þátt en einn það var áhöfnin á Aríu sá um keppnisstjórn að þessu sinni og bauð upp á skemmtilega braut með nokkrum góðum leggjum.

Úrslitin urðu því þessi:
Dögun
Sigurborg
Sigurvon
Ögrun
Ásdís
Flóin (DSQ)

22223_10153443677804274_7531955875660375308_n

Lesa meira

Opnunarmót á laugardag

Opnunarmót kjölbáta verður haldið næsta laugardag 23. maí. Að vanda verður sigld stórskipaleið frá Reykjavíkurhöfn til Hafnarfjarðar, rúmlega 12 sjómílur. Móttaka hefst á Ingólfsgarði kl. 9:30 og skipstjórnarfundur kl. 10:00. Viðvörunarmerki kl. 10:55. Keppnin er opinn öllum félögum í siglingafélögum á skútum með gilda IRC-forgjöf.
img_2662
Tilkynning um keppni á vef Þyts.
Skráning á netfangið sailing@sailing.is. Athugið að keppnisgjaldið hækkar ef skráning berst eftir 21. maí.

Sólardagar á Sundunum

tridjudagur1252015

Önnur þriðjudagskeppni tímabilsins var haldin í gær. Fimm bátar þreyttu keppni en einn dró sig út þegar tók að lægja. Áhöfnin á Dögun bauð upp á braut sem var þríhyrningur og pulsa: beiting upp að sexbauju, langur belgur út að Laugarnesi, niður að Ingólfsgarði og aftur upp á belg.

Úrslitin urðu því þessi:

  1. Sigurborg
  2. Ögrun
  3. Sigurvon
  4. Aría
  5. Flóin

Úrslitin síðasta þriðjudag voru þessi:

  1. Ögrun
  2. Dögun
  3. Sigurvon
  4. Sigurborg
  5. Margrét

Kranadagur á laugardag

Kranadagur04.10.08 021Nú er sumarið loksins að koma og ekki seinna vænna að setja á flot. Kranadagur verður á laugardag 2. maí. Kraninn mun koma kl. 14:30 og fyrstu bátar fara niður kl. 15:00 en háflóði er spáð um sexleytið. Veðrið lofar góðu miðað við spána í dag (fimmtudag) en þó er líklega vissara að klæða sig vel.

Greiðsla bryggjugjalda og afhending lykla verður síðan á Ingólfsgarði.  Rétt er að taka fram að bryggjugjöld hafa ekki hækkað síðan í fyrra.

Félagsfundur sem var boðaður um kvöldið frestast til þriðjudags þar sem salurinn er í útleigu á laugardagskvöld. Fyrsta þriðjudagskeppnin er sama dag kl. 18:00 og er spáð góðri 6 m/s norðanátt og 6 stiga hita.

Kranadagur – frestun til 2. maí

Fyrirhugaður kranadagur sem átti að vera næsta laugardag frestast um viku vegna veðurs.

Sjósett verður seinni partinn laugardaginn 2.maí. Líklega byrjað um kl. 16.

Kveðjur,
Stjórnin

Sumarstarfsmaður – Kænudeild

Við leitum að öflugum einstaklingi til að taka þátt í starfsemi kænudeildar félagsins í Nauthólsvík næsta sumar. Æskilegt er að viðkomandi sé á aldrinum 20-25 ára, hafi reynslu af siglingaþjálfun og brennandi áhuga á kænusiglingum. Starfið felst aðallega í landstjórn og skipulagi starfseminnar yfir sumarið, auk aðstoðar við þjálfun og kennslu.

Ráðningartíminn er 8 vikur í júní og júlí. Vinnutími er virka daga frá kl. 9-17.

Miðsumarmót kæna 2014

Lesa meira

Fyrirlestur um Grænlandssiglingar

Í  kvöld, 13. apríl, verður fyrirlestur um Grænlandssiglingar á vegum Kjölbátasambandsins í húsi ÍSÍ í Laugardal.

Þeir Smári Sigurðsson og Ögmundur Knútsson segja frá siglingum skútunnar Gógó til Scoresbysunds sumarið 2014.

Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1.500 krónur – 1.000 krónur fyrir félagsmenn. Kaffi innifalið. Staðsetning: Húsnæði ÍSÍ í Laugardal, 2. hæð. Fundurinn hefst klukkan 20.graenlandssigling

Páskafundur í kvöld!!!

Í kvöld (laugardaginn 4. apríl) kl. 21:00 verður léttur hittingur á Ingólfsgarði fyrir þá sem fóru ekki neitt um páskana. Léttar veigar á vægu verði verða í boði fyrir þá sem það vilja.

Stjórnin.

Maltese Falcon – 1. april !!!

Stjórn félagsins ákvað að taka þátt í 1. apríl og setti inn frétt að skútan Maltese Falcon væri á leið til landsins. Auðvitað er þetta ekki satt því eftir öruggum heimildum þá liggur skútan við bryggju í Grikklandi. Það heyrðist þó af nokkrum siglurum sem lögðu leið sýna niður á bryggju og auðvitað ekkert annað að segja en „fyrsti apríl“