Færslusafn

Kranadagur – frestun til 2. maí

Fyrirhugaður kranadagur sem átti að vera næsta laugardag frestast um viku vegna veðurs.

Sjósett verður seinni partinn laugardaginn 2.maí. Líklega byrjað um kl. 16.

Kveðjur,
Stjórnin

Sumarstarfsmaður – Kænudeild

Við leitum að öflugum einstaklingi til að taka þátt í starfsemi kænudeildar félagsins í Nauthólsvík næsta sumar. Æskilegt er að viðkomandi sé á aldrinum 20-25 ára, hafi reynslu af siglingaþjálfun og brennandi áhuga á kænusiglingum. Starfið felst aðallega í landstjórn og skipulagi starfseminnar yfir sumarið, auk aðstoðar við þjálfun og kennslu.

Ráðningartíminn er 8 vikur í júní og júlí. Vinnutími er virka daga frá kl. 9-17.

Miðsumarmót kæna 2014

Lesa meira

Fyrirlestur um Grænlandssiglingar

Í  kvöld, 13. apríl, verður fyrirlestur um Grænlandssiglingar á vegum Kjölbátasambandsins í húsi ÍSÍ í Laugardal.

Þeir Smári Sigurðsson og Ögmundur Knútsson segja frá siglingum skútunnar Gógó til Scoresbysunds sumarið 2014.

Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1.500 krónur – 1.000 krónur fyrir félagsmenn. Kaffi innifalið. Staðsetning: Húsnæði ÍSÍ í Laugardal, 2. hæð. Fundurinn hefst klukkan 20.graenlandssigling

Páskafundur í kvöld!!!

Í kvöld (laugardaginn 4. apríl) kl. 21:00 verður léttur hittingur á Ingólfsgarði fyrir þá sem fóru ekki neitt um páskana. Léttar veigar á vægu verði verða í boði fyrir þá sem það vilja.

Stjórnin.

Maltese Falcon – 1. april !!!

Stjórn félagsins ákvað að taka þátt í 1. apríl og setti inn frétt að skútan Maltese Falcon væri á leið til landsins. Auðvitað er þetta ekki satt því eftir öruggum heimildum þá liggur skútan við bryggju í Grikklandi. Það heyrðist þó af nokkrum siglurum sem lögðu leið sýna niður á bryggju og auðvitað ekkert annað að segja en „fyrsti apríl“

Maltese Falcon er á leiðinn til landsins

Ein stærsta og flottasta skúta heims, Maltese Falcon (88 metra) er væntanleg til Reykjavíkur í hádeginu í dag (um kl. 12:30). Hún stoppar þó stutt því samkvæmt skipstjóra hennar, Robert Bell, þá er einungis stoppað til að taka vistir og skipta um áhöfn. Áætlað er að legga úr höfn kl. 18:00 í kvöld, en verið er að ferja skútuna til Bandaríkjanna. Siglingafélag Reykjavíkur mun bjóða upp á kaffi og vöfflur á milli kl. 13 og 14 í dag og gefst fólki tækifæri til að ræða við áhöfnina.

Maltese_Falcon

IRC forgjafir 2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir forgjöf kjölbáta 2015 inn á vef Siglingasambands Íslands. Að vanda eru þetta IRC forgjafir gefnar út af RORC í Bretlandi.  Til að sækja um forgjöf þarf að fylla út viðeigandi eyðublað og senda á sil@silsport.is  Nánar upplýsingar um umsóknir má finna á heimasíðu IRC. Ársrit IRC er einnig komið skrifstofu SÍL og þeir sem óska eftir því að fá eintak sent, geta sent beiðni þess efnis á netfangið hér að ofan.

Umsóknareyðublöð er að finna á vef Siglingasambands Íslands www.silsport.is

irc-rating-logo

 

Hugur siglir suður höf

Kristófer Oliversson og Svanfríður Jónsdóttir kona hans eru félagar í Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey síðan árið 2000.  Þau áttu hlut í Norninni með okkur Kristjáni Skúla þar til á síðasta ári.  Draumur þeirra var að sigla umhverfis hnöttinn á sextugsafmælisári þeirra.  Þessi draumur er nú að rætast.

Hugur

Lesa meira

47. þing Íþróttabandalags Reykjavíkur

Dagana 19. og 20. mars 2015  var haldið 47. þing Íþróttabandalags Reykjavíkur. Fyrir hönd Siglingafélags Reykjavíkur – Brokey, fór formaður félagsins Ólafur Már Ólafsson.

Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, setti þingið. Tveir gestir tóku til máls í uppafi þings borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. Lárus veitti tveimur einstaklingum viðurkenningu fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar við þetta tækifæri, Gústaf Adolf Hjaltason fékk gullmerki ÍSÍ og Lilja Sigurðardóttir silfurmerki ÍSÍ.

Fjölmennt var á þinginu en 70 voru mættir þegar kjörbréfanefnd lagði kjörfbréf fram til samþykktar. Er það nokkuð meiri fjöldi en búast var við því í fyrsta sinn í ár getur hver þingfulltrúi borið tvö atkvæði fyrir sitt félag. Nánar er hægt að lesa um þingið á www.ibr.is 

thing2015-1

Tjón um síðustu helgi

Það er ljóst að við sluppum ekki tjónlaust með báta og búnað þennan veturinn. Í Nauthólsvík var veðurhamurinn svo mikill að það eru sandöldur fyrir utan aðstöðuna okkar. Bílskúrshurðin gaf eftir og brot kom í hana miðja. Hleri inn í portið á bak við hús fauk upp og brotnaði ásamt því að rúður fuku úr og bátar í portinu færðust til.

Í Snarfara þá skemmdist ISIS töluvert eftir að hafa fallið á hliðina og við það fall virðist sem mastrið hafi farið utan í mastrið á DÍS sem brotnaði.

Í Gufunesi er ekki annað að sjá en menn hafa lært af reynslu síðustu ára því allir bátar eru vel strappaðir niður og allt í góðu lagi með alla báta.

IMG_20150314_123114

Lesa meira