Færslusafn

IRC forgjafir 2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir forgjöf kjölbáta 2015 inn á vef Siglingasambands Íslands. Að vanda eru þetta IRC forgjafir gefnar út af RORC í Bretlandi.  Til að sækja um forgjöf þarf að fylla út viðeigandi eyðublað og senda á sil@silsport.is  Nánar upplýsingar um umsóknir má finna á heimasíðu IRC. Ársrit IRC er einnig komið skrifstofu SÍL og þeir sem óska eftir því að fá eintak sent, geta sent beiðni þess efnis á netfangið hér að ofan.

Umsóknareyðublöð er að finna á vef Siglingasambands Íslands www.silsport.is

irc-rating-logo

 

Hugur siglir suður höf

Kristófer Oliversson og Svanfríður Jónsdóttir kona hans eru félagar í Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey síðan árið 2000.  Þau áttu hlut í Norninni með okkur Kristjáni Skúla þar til á síðasta ári.  Draumur þeirra var að sigla umhverfis hnöttinn á sextugsafmælisári þeirra.  Þessi draumur er nú að rætast.

Hugur

Lesa meira

47. þing Íþróttabandalags Reykjavíkur

Dagana 19. og 20. mars 2015  var haldið 47. þing Íþróttabandalags Reykjavíkur. Fyrir hönd Siglingafélags Reykjavíkur – Brokey, fór formaður félagsins Ólafur Már Ólafsson.

Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, setti þingið. Tveir gestir tóku til máls í uppafi þings borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. Lárus veitti tveimur einstaklingum viðurkenningu fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar við þetta tækifæri, Gústaf Adolf Hjaltason fékk gullmerki ÍSÍ og Lilja Sigurðardóttir silfurmerki ÍSÍ.

Fjölmennt var á þinginu en 70 voru mættir þegar kjörbréfanefnd lagði kjörfbréf fram til samþykktar. Er það nokkuð meiri fjöldi en búast var við því í fyrsta sinn í ár getur hver þingfulltrúi borið tvö atkvæði fyrir sitt félag. Nánar er hægt að lesa um þingið á www.ibr.is 

thing2015-1

Tjón um síðustu helgi

Það er ljóst að við sluppum ekki tjónlaust með báta og búnað þennan veturinn. Í Nauthólsvík var veðurhamurinn svo mikill að það eru sandöldur fyrir utan aðstöðuna okkar. Bílskúrshurðin gaf eftir og brot kom í hana miðja. Hleri inn í portið á bak við hús fauk upp og brotnaði ásamt því að rúður fuku úr og bátar í portinu færðust til.

Í Snarfara þá skemmdist ISIS töluvert eftir að hafa fallið á hliðina og við það fall virðist sem mastrið hafi farið utan í mastrið á DÍS sem brotnaði.

Í Gufunesi er ekki annað að sjá en menn hafa lært af reynslu síðustu ára því allir bátar eru vel strappaðir niður og allt í góðu lagi með alla báta.

IMG_20150314_123114

Lesa meira

Allt á floti á Ingólfsgarði, bæði inni og úti!!!

Félagsmenn sem mættu á vikulegan fund s.l. sunnudagsmorgun, hefðu betur mætt með sundskýluna með sér þennan dag, því það hefði verið frábært að sitja saman á gólfinu í söltum sjó og svo var líka möguleiki að skella sér í sturtu úr sjó sem lak úr ljósum í loftinu. Húsnæðið sem Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey er í á Ingólfsgarði lekur sem sagt töluvert eins og má sjá á meðfylgjandi mynd. Við skulum vona að breytingar verði á næstu mánuðum með húsnæðið en húsnæðisnefndin vinnur hörðum höndum þessa dagana í lausn á þessu máli.

IMG_20150222_111700
Lesa meira

Viltu sigla í sól og sumaryl?

Ég er með 46 feta Bavaria skútu á Spáni sem er til leigu til áhugasamra. Skútan heitir Margrét RE 2802 og er 46 feta seglskip af gerðinni Bavaria 46 Cruiser árgerð 2005. Skipið hefur fjórar káetur og tekur að hámarki 8 farþega og er skráð á íslenskri skipaskrá. Margrét er búin að fara í tvígang yfir Atlantshafið.

Frekari upplýsingar er að finna hér.

Kveðja, Einar.

Netfang:  einar@openoceanconsulting.net

Margrét RE2802

Aðalfundur

Aðalfundur Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, verður haldinn laugardaginn 31. janúar, klukkan 10:30 á Ingólfsgarði.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Klúbbfáni – Burgee

Við vorum að fá til landsins nýja fána / burgee með logoi félagsins. Stærðin er 32 cm x 47 cm, en um virkilega vantaða fána er að ræða frá fyrirtækinu  www.prestigeflag.com Hægt er kaupa fána sunnudaginn 14. des á milli kl. 12-13 á Ingólfsgarði. Einnig er hægt að senda tölvupóst á brokey@brokey.is og fá senda í pósti.

Verð: 4.500 kr / stk. (ef keyptir eru þrír eða fleirri þá er veittur 15% afsláttur)

IMG_20141212_165942

Skúturnar í Gufunesi

Í eftirlitsferð í Gufunes í dag var ekki annað að sjá en allir bátar séu vel fastir og allt í góðu lagi. Við viljum hvetja félagsmenn til að fylgjast reglulega með sýnum bátum og við mælum með að bátarnir séu frekar festir niður með strappa en spottum.

Sigurvon kom úr viðgerð eftir töluverðar endurbætur, löguð voru flothólfin að innanverðu, að utan var kantur, stefni og mótorfesting löguð.

IMG_20141212_152554 Lesa meira

Sigurvon á ferðinni

Í dag var Sigurvon færð frá Gufunesi og í Trefja í Hafnarfirði þar sem taka á skútuna í gegn næstu tvær vikurnar. Sjálfboðaliðar sem vilja taka þátt í viðgerðinni og læra á viðgerðir af þessu tagi geta sent póst á brokey@brokey.is en gert er ráð fyrir að unnið verði dag og kvöld. Umsjón með verkinu hefur Maciej Bauer.

IMG_20141124_161748 Lesa meira