Haustlægðir

Eins og Sigurður Jónsson veðurfréttamaður og félagi í Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey benti réttilega á í veðurfréttatíma RÚV þá eru haustlægðirnar að ganga yfir landið og viljum við hvetja eigendur og umsjónarmenn báta til að huga sérstaklega vel að landfestum.

20160921_193448

Bart’s Bash 2016

barts2014

Í samstarfi við SÍL og Andrew Simpson Sailing Foundation ætlar Brokey að halda Bart’s Bash-keppni á Íslandi þann 17. september næstkomandi. Lesa meira

LokaBrok & Kranadagur 8. október 2016

LokaBrok2014   kranabill

8. október 2016
Kranadagur, háflóð er kl. 10:41. Fyrstu bátar fara því snemma á land. Nánar verður auglýst síðar röð og tímasetningar báta.
LokaBrok verður á Ingólfsgarði kl. 20:00

Reykjavíkurmeistaramót – Kjölbáta 2016

Ákveðið hefur verið að bæta við tveimur keppnum í Reykjavíkurmeistaramóti – Kjölbáta 2016
20. sept Reykjavíkurm.mót – Kjölbátar (Ögrun)
27. sept Reykjavíkurm.mót – Kjölbátar (Besta)
Nú skulum við bara vona að veðrið verði gott til siglinga.

20160904_103946

Lokamót kjölbáta 2016 – NOR

Siglingafélagið Ýmir í Kópavogi heldur lokamót kjölbáta þann 3. september
Helstu tímasetningar
kl. 8:30 – 9:00  Afhending kappsiglingafyrirmæla
kl. 9:00 Skipstjórafundur
kl. 9:55 Fyrsta viðvörunarmerki

Keppnisbrautin
Keppt verður frá Reykjavíkurhöfn og inn á Fossvog móts við félagsheimili Ýmis.
Hafa skal eftirfarandi baujur á bakborða:
Akureyjarbauja, Suðurnes, Lambastaðasker og Hólmur
Hafa skal eftirfarandi bauju á stjórnborða:
Kerlingasker

Sjá NOR hér

11411766_10153480398634274_4720355136759861127_o

Reykjavíkurmeistaramót – Kjölbáta 2016

Nú er orðið virkilega spennandi að vita hver verður Reykjavíkurmeistari á kjölbát en það eru enn nokkrar keppnir eftir og það verður gaman að sjá hvernig fer. Mun Sigurborg takast þetta annað árið í röð?

  1. Sigurborg (Ýmir) 45 stig
  2. Lilja (Brokey) 46 stig
  3. Sigurvon (Brokey) 48 stig

Sjá nánar hér

20160823_190234 Lesa meira