Færslusafn

Skúta til sölu, Dufour 2800

Til sölu Dufour 2800 skútu í mjög góðu ásigkomulagi. Hún er 1977 módel og hefur verið haldið mjög vel við. Skútan er mjög rúmgóð. Gistipláss er fyrir 5 manns í skútunni. Eldunaraðstaða með bútan gaseldavél með tveimur hellum. Salerni og vaskur x2. Mikið geymslupláss. Viðarpallur er aftan á skútunni. Skútan er staðsett í Óðinsvé, Danmörku og hægt er að hafa hana þar svo lengi sem þörf er á.

IMG_0660

Lesa meira

Frá Landhelgisgæslunni: Austurhöfn lokuð vegna flugeldasýningar á Menningarnótt

Eftirfarandi er frá Landhelgisgæslunni vegna menningarnætur 2015

menningarnott2015

Laugardaginn 22.08.2015 mun svæðið fyrir innan rauðulínurnar í kringum Faxagarðinn (sjá meðfylgjandi kort) verða lokað fyrir allri báta og skipaumferð á meðan að flugeldasýningu stendur.
Lokunin tekur gildir frá kl 22:50 til 23:20 eða 5 mín eftir að sýningunni er lokið.

Það verður eftirlitsbátur frá Landhelgisgæslunni á svæðinu með hlustvörslu á rás 16 og 12 ásamt bátum frá Landsbjörgu.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mun einnig senda út tilkynningu til sjófarenda með reglulegu millibili í gegnum VHF.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við undirritaðan.

Kveðja, Marvin
Netfang: Marvin.Ingolfsson@lhg.is

Íslandsmót kjölbáta 2015

Íslandsmeistarar í siglingum kjölbáta 2015 er Skegla úr Hafnarfirði. Þeir sigldu af gríðalegu öryggi alla þrjá keppnisdagana og áttu þetta sannarlega skilið. Ég held að allir séu sammála um að þarna hafi farið fram virkilega gott mót í góðum vindi.

1. Skeggla (Þytur)
2. Dögun (Brokey)
3. Aquarius (Brokey)

Sjá úrslit hér: Islandsmot 2015-Úrslit
Íslandsmeistar 2015

Lesa meira

Íslandsmót kjölbáta 2015

Siglingaklúbburinn Þytur heldur Íslandsmót kjölbáta dagana 12.–16. ágúst 2015. Skipstjórafundur var í gær 12. ágúst, þar sem var farið yfir keppnisfyrirmæli og önnur mál.

Sú nýbreytni verður á þessu móti að skipstjórar hvers báts sjá til þess að einn úr áhöfninni skrá sig inn á http://raceqs.com og skrá bátinn. Ætlunin er síðan að hægt verði að fylgjast með keppninni nánast live og einnig er hægt að fara yfir keppninna þegar komið er í land.

Sjá nánar hér

20130816_155731

Íslandsmeistaramót í kænusiglingum

Íslandsmótið í kænusiglingum fór fram í Reykjavík um helgina. 25 kænusiglarar þreyttu keppni úr fjórum siglingafélögum: Brokey í Reykjavík, Þyt í Hafnarfirði, Nökkva á Akureyri og Ými í Kópavogi. Mótið hófst klukkan þrjú á föstudag og lauk klukkan fimm á sunnudag og alls voru sigldar níu umferðir á þessum þremur dögum.

Veðurskilyrði voru fjölbreytt og keppendur fengu því að reyna sig við ólíkar aðstæður alla þrjá dagana. Seglin vöktu mikla athygli og földi fólks fylgdist með keppninni frá Sólfarinu og á Ingólfsgarði við Hörpu.

Keppt var í fjórum flokkum: Optimist A, Optimist B, Laser Radial og Opnum flokki þar sem siglt var á Laser Standard, Laser 4.7, Topper Topaz og 29er.

Við verðlaunaafhendinguna mætti Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs og varaformaður Faxaflóahafna og afhenti verðlaunin.

11834801_678758688890305_7589653832615310106_o

Optimist A:
1. Þorgeir Ólafsson, Brokey
2. Ísabella Sól Tryggvadóttir, Nökkva
3. Andrés Nói Arnarsson, Brokey

11822886_678758488890325_7630113184914133624_o

Optimist B:
1. Bergþór Bjarkason, Þyt
2. Stefán Daði Karelsson, Nökkva
3. Axel Stefánsson, Brokey

11807125_678756212223886_161251576833869590_o

Laser Standard
1. Þorlákur Sigurðsson, Nökkva
2. Hulda Lilja Hannesdóttir, Brokey
3. Friðrik Valur Elíasson, Nökkva

11807766_678756095557231_6830510595727431004_o

Opinn flokkur:
1. Björn Heiðar Rúnarsson, Nökkva (Laser Standard)
2. Breki Sigurjónsson, Nökkva (Laser Standard)
3. Þór Elíasson, Nökkva (Laser 4.7)

Aðal styrktaraðili mótsins var Centerhotels og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Stjórn félagsins vill einnig þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu með einum eða öðrum hætti að undibúningi við framkvæmd mótsins, því án þeirra hefði þetta ekki tekist. Lesa meira

Kappsiglingafyrirmæli íslandsmóts kæna 2015

Hér má sjá kappsiglingafyrirmælin Íslandsmóts kæna sem fram fer 7.9.ágúst

Sjá nánar hér.

Logo_Isl_kaenur_2015

Atvinna í boði:

Áhöfn óskast á vikingaskipið Véstein

Reykjavik Viking Adventure býður uppá stuttar ferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík á víkingaskipinu Vésteinn, sem er 12 metra langskip sem byggt var á Þingeyri eftir norska Gaukstaðaskipinu frá árinu 890. Skipið tekur 12-18 farþega og er með tvo í áhöfn, skipstjóra og aðstoðarskipstjóra/leiðsögumann. Í ár munum við sigla út september og síðan frá byrjun maí til loka september árlega.

Markmiðið er að farþegar upplifi siglingar víkinga og menningu landnámsmanna sem hingað sigldu yfir úthaf á svona seglskipum. Siglingatækni víkinganna var helsta ástæðan fyrir uppgangi víkinganna í Norður Evrópu á Víkingaöldinni.

Annars vegar óskum við eftir skipstjóra með réttindi á <12 metra bát (pungapróf) auk grunn- og hóp- og neyðarnámskeiðs Slysavarnafélagsins. Við leitum að ábyrgum aðila, konu eða karli með reynslu af siglingum og góða samskiptahæfni á ensku og íslensku.

Hins vegar óskum við eftir leiðsögumanni með framúrskarandi samskiptahæfni á ensku og íslensku og próf í hóp- og neyðarstjórnun. Við leitum að karli eða konu með brennandi áhuga á siglingum, hæfni til að hjálpa fólki að upplifa víkingamenninguna.

Nánari fyrirspurnir og umsóknir sendist til info@reykjavikvikingadventure.is

Endilega fylgist með verkefninu á Facebook síðunni okkar:
https://www.facebook.com/reykjavikvikingadventure

Bestu kveðjur,
Ketill Berg Magnússon og Þórhallur Arason

Erlendir gestir

Um síðustu helgi bættist nýr fáni við safnið okkar í félagsheimili Brokeyjar. Heiðurshjónin Sue og Charles Springett frá Virginiu í Bandríkjunum færðu okkur fána siglingafélagsins þeirra, Rappahannock River Yacht Club í Irvington, Virginia. Sem þakklætisvott fengu þau nýja rauða fána Brokeyjar.
Þau hjónin sigldu hingað frá Bandaríkjunum, með viðkomu í Nova Scotia og Grænlandi og er ferðinni svo heitið norður fyrir land áleiðis til Danmerkur,
Það sem af er sumri hafa rétt tæplega 40 erlendar skútur haft viðdvöl hjá okkur, en hafís við austurströnd Grænlands hefur sett strik í reikninginn hjá nokkrum þeirra. Í ár er ísinn þaulsetinn og hafa sumir beðið lengi eftir að hafnirnar fari að opnast. Við fylgjumst því vel með veðri og hafís og komum nýjustu ískortunum frá Dönsku veðurstofunni áleiðis um leið og þau birtast.DSC_1673

Íslandsmót kæna 2015 – NOR

Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey mun halda Íslandsmót kæna í ár.
Mótið mun fara fram dagana 7. til 9. ágúst og keppnissvæðið verður fyrir utan Ingólfsgarð eins og sjá má á meðfylgjandi teikningu.

Sjá nánar hér: Íslandsmót kæna 2015 Tilkynning um keppni

Logo_Isl_kaenur_2015 Lesa meira

Skólaskip Brokeyjar laskað

Því miður er óljóst með frekari námskeið á Sigurvon í sumar. Við urðum fyrir því óhappi að stýrið brotnaði af Sigurvon og er því félagið án skútu sem hentar til kennslu. Það er verið að vinna í því að smíða nýtt stýri, en ekki liggur enn fyrir hvenær það verður tilbúið. Ef til vill tekst okkur að fá annan bát til kennslunnar og er verið að skoða þau mál.

Við verðum því að fresta fyrirhuguðum námskeiðum sumarsins þar til bátamálin leysast.

Um leið og við höfum einhverjar fréttir af málinu verða þær settar á Brokeyjarvefinn og einnig á facebook-síðu félagsins.