Bryggjustæði

Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey heldur utan um bryggjustæði við Ingólfsgarð. 

Brokey þjónustar gestaskútur sem leggjast við flotbryggju á Ingólfsgarði og þar er starfsmaður til taks klukkan 18:00 á hverjum degi yfir sumartímann.

Stæði 2025

S1 Mía
S2
S3 Sunna
S4
S5 Stjáni blá
S6 Kátur
S7
S8 Borgin
S9 Sigurvon
S10 Gulla granna
S11 Besta
S12 Sigurborg
S13 Sif
S14 Gúa
S15 Nornin
S16 Vissa 1789
S17 Kría
S18 Friðsæll
S19 Concordia
S20 Dögun
S21 Íris
S22 Sæstjarnan
S23 Urta
S24-25 Esja
N1 léttabátur
N2 Poseidon
N3 Stella
N4 Júlía Anna
N5 Ísól
N6 Lilja
N7 Vera
N8 Gullfoss
N9 Gypsy Dancer
N10 Aría
N11 Juliana
N12 Aquarius
N13 Ögrun
N14 Salka
N15 Raisa
N16 Björg
N17 Röst
N18 Olivia

Núverandi flotbryggja fyrir báta félagsmanna er 100 metra löng með 42 stæðum. Hlið að flotbryggjunni er ávallt læst og á svæðinu eru öryggismyndavélar.  

Á Ingólfsgarði eru bæði keppnisskútur og ferðaskútur í eigu félagsmanna. Á bryggjunni er aðgengi að rafmagni og rennandi vatni auk salernis-, sturtu og þvottaaðstöðu. 

Siglingafélagið vill efla bryggjustarfsemina og efnir til samsiglinga og annarra sameiginlegra viðburða ferðaskúteigenda yfir sumartímann.

Einnig eru á Ingólfsgarði tvær 40 metra viðleguflotbryggjur fyrir gestaskútur.

Félagið stefnir á að byggja félagsheimili á Ingólfsgarði og bætta aðstöðu fyrir gestaskútur.

Skútueigendur sem hafa áhuga á bryggjustæði yfir sumartímann er bent á að senda póst á [email protected] 

Símanúmer bryggjustjóra er 793-5588